Viðskipti innlent

Líkar heimildir hér og í Evrópu

Valdaheimildir eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum eru svipaðar en sektarfjárhæðir breytilegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum kannana sem gerðar voru um mitt ár 2006 fyrir tilstilli Samstarfsnefndar eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum.



Íslenska fjármálaeftirlitið (FME) hefur nú sambærileg úrræði til að framfylgja reglum og tíðkast á þróuðustu fjármálamörkuðum Evrópu. Á heimasíðu FME kemur fram að umrædd úrræði geri FME kleift að sinna starfi sínu á virkan hátt, stuðli að öflugu eftirliti sem brugðist geti skjótt við brotum og auki trúverðugleika íslenska fjármálamarkaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×