Viðskipti innlent

Emmessís gengur inn í Sól

Viðskiptin handsöluð. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólar, og Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Auðhumlu, þegar kaup Sólar á Emmessís voru samþykkt í maí.
Viðskiptin handsöluð. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólar, og Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Auðhumlu, þegar kaup Sólar á Emmessís voru samþykkt í maí.

Sól ehf gekk í gær frá kaupum á Emmessís hf., einu af þekktari vörumerkjum landsins, frá Auðhumlu svf., móðurfélagi Mjólkursamsölunnar. Samkomulag náðist um viðskiptin seint í maí með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, sem nú er lokið. Fyrirtækjaráðgjöf SPRON sá um söluna en Arev aðstoðaði kaupanda. Kaupverð er trúnaðarmál.

Sól er tæplega þriggja ára fyrirtæki og framleiðir ávaxtasafa í plastumbúðum. Fimmtán manns vinna hjá Sól en 40 hjá Emmessís.

Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólar og einn stofnenda fyrirtækisins, tók við lyklunum að Emmessís í gær. Hann segir engar breytingar fyrirhugaðar á rekstrinum fyrr en undir lok árs.

„Fyrirtækin verða rekin í sitt hvoru lagi til að byrja en fljótlega undir sömu kennitölu. Við gerðum þriggja ára leigusamning við Auðhumlu um að Emmessís verði á Bitruhálsi næstu þrjú árin en stefnum að því að sameina fyrirtækin undir eitt þak," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×