Gaspur Gríms Atlasonar 23. maí 2007 06:00 Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. maí sl. sem er full af rangfærslum og öfugmælum um íslenska kvótakerfið og virðist sem bæjarstjórinn hafi ekki kynnt sér þróun mála í sjávarútvegi með neinum hætti. Í fyrsta lagi fullyrðir bæjarstjórinn að kvótakerfið hafi leitt af sér aukna verðmætasköpun. Þessi fullyrðing er röng þar sem glæný skýrsla Hagstofu Íslands sýnir að verðmæti íslensks sjávarfangs hefur lækkað um á þriðja tug milljarða árlega á síðasta áratug, á verðlagi þessa árs. Á sama tíma hafa skuldir útgerðarinnar margfaldast. Ekki er að sjá að skuldirnar hafi komið til vegna fjárfestinga í greininni þar sem ekki hefur orðið eðlileg endurnýjun í togaraflota landsmanna og hefur hann elst mjög. Grímur Atlason fullyrðir enn fremur að frelsi í sjávarútvegi hafi aukist og að afskipti hins opinbera hafi minnkað! Þessar órökstuddu fullyrðingar Gríms Atlasonar eru með ólíkindum þar sem það er nákvæmlega ekkert frelsi í greininni og nánast allar veiðar eru rígnegldar niður í kvóta og algerlega girt fyrir að nýliðar geti hafið rekstur. Hið opinbera ver síðan gífurlegum fjárhæðum í að hafa eftirlit og ýmis afskipti af sjómönnum. Eftirlitskostnaðurinn er nokkur hundruð þúsund krónur á hvern íslenskan sjómann. Kvótakerfið hvetur til svindls og brottkasts. Þrátt fyrir gífurlegt og síaukið eftirlit er milljarða svindl í kerfinu að mati fiskistofustjóra en það upplýsti hann í nýlegum Kompásþætti, svindl sem er á allra vitorði sem þekkja til sjávarútvegsins. Það er mikið áhyggjuefni að forsvarsmaður sjávarbyggðar skuli geysast fram á ritvöllinn með vafasamar fullyrðingar um einhverja nútímavæðingu atvinnugreinar sem er þjökuð af vondu kvótakerfi sem særir sjávarbyggðirnar, framþróun útvegsins og réttlætiskennd almennings. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um hvernig eigi að komast út úr núverandi pattstöðu byggðanna og fela þær m.a. í sér að gefa eitthvert frelsi til sjósóknar á minni bátum. Fyrir ábyrga sveitarstjórnarmenn í sjávarbyggðunum er bara eitt að gera, þ.e. taka undir tillögur Frjálslynda flokksins, a.m.k. ef þeir vilja stuðla að áframhaldandi byggð í sjávarbyggðunum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. maí sl. sem er full af rangfærslum og öfugmælum um íslenska kvótakerfið og virðist sem bæjarstjórinn hafi ekki kynnt sér þróun mála í sjávarútvegi með neinum hætti. Í fyrsta lagi fullyrðir bæjarstjórinn að kvótakerfið hafi leitt af sér aukna verðmætasköpun. Þessi fullyrðing er röng þar sem glæný skýrsla Hagstofu Íslands sýnir að verðmæti íslensks sjávarfangs hefur lækkað um á þriðja tug milljarða árlega á síðasta áratug, á verðlagi þessa árs. Á sama tíma hafa skuldir útgerðarinnar margfaldast. Ekki er að sjá að skuldirnar hafi komið til vegna fjárfestinga í greininni þar sem ekki hefur orðið eðlileg endurnýjun í togaraflota landsmanna og hefur hann elst mjög. Grímur Atlason fullyrðir enn fremur að frelsi í sjávarútvegi hafi aukist og að afskipti hins opinbera hafi minnkað! Þessar órökstuddu fullyrðingar Gríms Atlasonar eru með ólíkindum þar sem það er nákvæmlega ekkert frelsi í greininni og nánast allar veiðar eru rígnegldar niður í kvóta og algerlega girt fyrir að nýliðar geti hafið rekstur. Hið opinbera ver síðan gífurlegum fjárhæðum í að hafa eftirlit og ýmis afskipti af sjómönnum. Eftirlitskostnaðurinn er nokkur hundruð þúsund krónur á hvern íslenskan sjómann. Kvótakerfið hvetur til svindls og brottkasts. Þrátt fyrir gífurlegt og síaukið eftirlit er milljarða svindl í kerfinu að mati fiskistofustjóra en það upplýsti hann í nýlegum Kompásþætti, svindl sem er á allra vitorði sem þekkja til sjávarútvegsins. Það er mikið áhyggjuefni að forsvarsmaður sjávarbyggðar skuli geysast fram á ritvöllinn með vafasamar fullyrðingar um einhverja nútímavæðingu atvinnugreinar sem er þjökuð af vondu kvótakerfi sem særir sjávarbyggðirnar, framþróun útvegsins og réttlætiskennd almennings. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um hvernig eigi að komast út úr núverandi pattstöðu byggðanna og fela þær m.a. í sér að gefa eitthvert frelsi til sjósóknar á minni bátum. Fyrir ábyrga sveitarstjórnarmenn í sjávarbyggðunum er bara eitt að gera, þ.e. taka undir tillögur Frjálslynda flokksins, a.m.k. ef þeir vilja stuðla að áframhaldandi byggð í sjávarbyggðunum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar