Niðurgreiðslur á raforkuverði Jón Sigurðsson skrifar 2. apríl 2007 05:00 Fyrir ber að frásagnir fjölmiðla snarskekkja upplýsingar um það efni sem greina átti frá. Fyrir nokkrum dögum var því lýst á ársfundi Orkustofnunar á Akureyri að álitamál sé hve miklar niðurgreiðslur eigi að vera á raforkuverði í dreifbýli andspænis möguleikum til þess að auka orkusparnað með umbótum á húsnæði. Ríkisútvarpið skýrði frá þessu með þeim hætti að allmargir skildu sem svo að sú stefna hafi verið tekin að draga mjög úr eða jafnvel fella niður allar niðurgreiðslur á raforkuverði í dreifbýlinu. Þetta er fjarri öllu lagi. Á þessu ári verður varið tæpum 1.100 milljónum króna til niðurgreiðslna og tengdra verkefna. Á síðasta ári var tæpum milljarði króna varið í sama skyni. Auk niðurgreiðslna er meðal annars um að ræða framlög til stofnkostnaðar hitaveitna, framlög til orkusparnaðar og húsaviðgerða og fleira. Mikið hefur verið rætt um að orkukostnaður í dreifbýlinu hafi hækkað verulega síðustu tvö til þrjú ár, eftir að nýskipan raforkumála var komið á. Yfirlit frá Rarik bendir ekki til þess að þetta eigi sér stoð í veruleikanum. Miklu fleiri njóta sambærilegs verðs eða 5-15 % lækkunar í raunverði á tímanum frá 2004 heldur en þeir sem hafa þurft að taka á sig hækkanir. Þær hækkanir sem þó hafa orðið eru hjá flestum innan við 15 % á þessum tíma. Greining á ástæðum verðhækkana á raforku í dreifbýli á þessum sama tíma leiðir ekki til þess að sömu ástæður finnist hjá öllum eða flestum þeim sem hafa orðið fyrir hækkunum. Svo virðist sem einkum sé um atviksbundnar hækkanir að ræða. Í þessu efni ber að hafa í huga að það getur skipt máli meðal annars hvort um er að ræða vel einangruð hús eða ekki, og einnig ber að hafa í huga að niðurgreiðslur eiga aðeins við um íbúðarhúsnæði. Nauðsynlegt er að vanda greiningu slíkra ástæðna og velja af kostngæfni þau úrræði sem koma til greina í hverju atviki. En sú stefna ríkisstjórnarinnar liggur alveg fyrir að mæta þörfum fólksins í dreifbýlinu með niðurgreiðslum og aðstoð við hitaveitur og einnig við viðgerðir á húsnæði. Höfundur er viðskipta- og iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Fyrir ber að frásagnir fjölmiðla snarskekkja upplýsingar um það efni sem greina átti frá. Fyrir nokkrum dögum var því lýst á ársfundi Orkustofnunar á Akureyri að álitamál sé hve miklar niðurgreiðslur eigi að vera á raforkuverði í dreifbýli andspænis möguleikum til þess að auka orkusparnað með umbótum á húsnæði. Ríkisútvarpið skýrði frá þessu með þeim hætti að allmargir skildu sem svo að sú stefna hafi verið tekin að draga mjög úr eða jafnvel fella niður allar niðurgreiðslur á raforkuverði í dreifbýlinu. Þetta er fjarri öllu lagi. Á þessu ári verður varið tæpum 1.100 milljónum króna til niðurgreiðslna og tengdra verkefna. Á síðasta ári var tæpum milljarði króna varið í sama skyni. Auk niðurgreiðslna er meðal annars um að ræða framlög til stofnkostnaðar hitaveitna, framlög til orkusparnaðar og húsaviðgerða og fleira. Mikið hefur verið rætt um að orkukostnaður í dreifbýlinu hafi hækkað verulega síðustu tvö til þrjú ár, eftir að nýskipan raforkumála var komið á. Yfirlit frá Rarik bendir ekki til þess að þetta eigi sér stoð í veruleikanum. Miklu fleiri njóta sambærilegs verðs eða 5-15 % lækkunar í raunverði á tímanum frá 2004 heldur en þeir sem hafa þurft að taka á sig hækkanir. Þær hækkanir sem þó hafa orðið eru hjá flestum innan við 15 % á þessum tíma. Greining á ástæðum verðhækkana á raforku í dreifbýli á þessum sama tíma leiðir ekki til þess að sömu ástæður finnist hjá öllum eða flestum þeim sem hafa orðið fyrir hækkunum. Svo virðist sem einkum sé um atviksbundnar hækkanir að ræða. Í þessu efni ber að hafa í huga að það getur skipt máli meðal annars hvort um er að ræða vel einangruð hús eða ekki, og einnig ber að hafa í huga að niðurgreiðslur eiga aðeins við um íbúðarhúsnæði. Nauðsynlegt er að vanda greiningu slíkra ástæðna og velja af kostngæfni þau úrræði sem koma til greina í hverju atviki. En sú stefna ríkisstjórnarinnar liggur alveg fyrir að mæta þörfum fólksins í dreifbýlinu með niðurgreiðslum og aðstoð við hitaveitur og einnig við viðgerðir á húsnæði. Höfundur er viðskipta- og iðnaðarráðherra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun