Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2007 05:00 Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks. Hægristjórnin sem hér hefur ríkt hefur nefnilega verið ötull talsmaður einkavæðingar og einkarekstrar og hvatt til einkaframtaks á sem flestum sviðum. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa verið seldar undanfarin tíu ár og margs konar lög sett til að greiða fyrir einkavæðingu, hvort sem er á raforku eða vatni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa leynt og ljóst talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Því miður hafa fulltrúar úr ýmsum flokkum tekið undir málflutning þeirra um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Því miður segi ég, vegna þess að í heilbrigðiskerfinu eiga markaðslögmálin ekki að gilda. Heilbrigðiskerfið á ekki að skila hagnaði — og það á ekki að kosta sjúklinga að vera veikir. Á Sigga frænka kannski að borga fyrir fótbrotið svo það verði ekki tap á því? Það er engu líkara en það sé ætlun núverandi ríkisstjórnar sem hefur smurt ofan á komugjöld í öllu heilbrigðiskerfinu og orðið tíðrætt um aukinn einkarekstur. Allt leiðir í eina átt — er einhver búinn að gleyma nefndinni sem starfaði undir forystu Jónínu Bjartmarz og skilaði þeirri niðurstöðu að þeir sem hefðu efni á því ættu að „fá“ að borga fyrir að fara fram fyrir í röðinni? Þetta átti ekkert að bitna á neinum — þeir ríku áttu „aðeins“ að fá betri þjónustu en hinir sem ekki hefðu efni á slíku. En nú er sem sagt komið í ljós í áðurnefndri könnun sem ber yfirskriftin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru sammála okkur Vinstri-grænum um að öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Þessi stoð hefur nú verið nöguð að utan af stjórnarflokkunum með því að fjarlægja ýmsa þræði — eins og skólatannlækningar barna — og nauðsynlegar umbætur eins og að niðurgreiða sálfræðiþjónustu hafa ekki verið gerðar. Þess vegna er svo mikilvægt að mynda nýja ríkisstjórn í vor — sem starfar samkvæmt meirihlutavilja og stendur vörð um heilbrigðiskerfið.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks. Hægristjórnin sem hér hefur ríkt hefur nefnilega verið ötull talsmaður einkavæðingar og einkarekstrar og hvatt til einkaframtaks á sem flestum sviðum. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa verið seldar undanfarin tíu ár og margs konar lög sett til að greiða fyrir einkavæðingu, hvort sem er á raforku eða vatni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa leynt og ljóst talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Því miður hafa fulltrúar úr ýmsum flokkum tekið undir málflutning þeirra um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Því miður segi ég, vegna þess að í heilbrigðiskerfinu eiga markaðslögmálin ekki að gilda. Heilbrigðiskerfið á ekki að skila hagnaði — og það á ekki að kosta sjúklinga að vera veikir. Á Sigga frænka kannski að borga fyrir fótbrotið svo það verði ekki tap á því? Það er engu líkara en það sé ætlun núverandi ríkisstjórnar sem hefur smurt ofan á komugjöld í öllu heilbrigðiskerfinu og orðið tíðrætt um aukinn einkarekstur. Allt leiðir í eina átt — er einhver búinn að gleyma nefndinni sem starfaði undir forystu Jónínu Bjartmarz og skilaði þeirri niðurstöðu að þeir sem hefðu efni á því ættu að „fá“ að borga fyrir að fara fram fyrir í röðinni? Þetta átti ekkert að bitna á neinum — þeir ríku áttu „aðeins“ að fá betri þjónustu en hinir sem ekki hefðu efni á slíku. En nú er sem sagt komið í ljós í áðurnefndri könnun sem ber yfirskriftin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru sammála okkur Vinstri-grænum um að öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Þessi stoð hefur nú verið nöguð að utan af stjórnarflokkunum með því að fjarlægja ýmsa þræði — eins og skólatannlækningar barna — og nauðsynlegar umbætur eins og að niðurgreiða sálfræðiþjónustu hafa ekki verið gerðar. Þess vegna er svo mikilvægt að mynda nýja ríkisstjórn í vor — sem starfar samkvæmt meirihlutavilja og stendur vörð um heilbrigðiskerfið.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun