Spennandi kosningar í dag 7. nóvember 2006 12:42 Bræðurnir George og Jeb Bush á hvatningarfundi repúblíkana í Flórída í gær Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira