Spennandi kosningar í dag 7. nóvember 2006 12:42 Bræðurnir George og Jeb Bush á hvatningarfundi repúblíkana í Flórída í gær Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira