Eurosport hefur gert samning við Handknattleikssamband Evrópu um beinar útsendingar frá meistaradeildinni í handbolta og verða leikir þýsku liðanna allir í beinni útsendingu næstu þrjú árin. Þetta þýðir að þeim sem hafa aðgang að fjölvarpinu á Digital Ísland geta séð Íslensku leikmennina fara á kostum með liðum sínum í vetur.
Þess má geta að sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá báðum viðureignum Alfreðs Gíslasonar og félaga í Gummersbach og Íslandsmeistara Fram í riðlakeppninni, auk þess sem eitthvað verður sýnt frá keppninni þegar nær dregur úrslitunum.
Hér fyrir neðan gefur að líta lista yfir sjónvarpsleikina sem verða í boði á Eurosport og Eurosport 2 í vetur:
28.09.06, Flensburg - RK Zagreb - Eurosport
01.10.06, Fram - Gummersbach - Eurosport 2
01.10.06, Gudme - THW Kiel, - Eurosport2
05.10.06, Kiel - Karvina, Eurosport 2
05.10.06, Gummersbach - Sandefjord - Eurosport
08.10.06, Skopje - Flensburg - Eurosport 2
12.10.06, Flensburg - Medwedi - Eurosport 2
12.10.06, Gummersbach - Celje - Eurosport
14.10.06, Constanta - Kiel - Eurosport 2
19.10.06, Flensburg - Skopje - Eurosport
22.10.06, Karvina - Kiel - Eurosport2
02.11.06, Kiel - Svendborg - Eurosport
02.11.06, Gummersbach - Fram - Eurosport 2
05.11.06, Zagreb - Flensburg - Eurosport 2
11.11.06, Medvedi - Flensburg - Eurosport 2
12.11.06, Kiel - Constanta - Eurosport