EDGE í notkun á fleiri stöðum 18. apríl 2006 09:59 Og Vodafone hefur eflt farsímakerfi sitt en frekar í kringum höfuðborgarsvæðið með því að taka í notkun EDGE tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Nú hefur Og Vodafone lokið við uppsetningu á EDGE sambandi frá Úlfarsfelli við Mosfellsbæ og að Grundarhverfi á Kjalarnesi. Í tilkynningu frá Og Vodafone segir að núverandi EDGE svæði fyrirtækisins nái um allt höfuðborgarsvæðið, í Mosfellsdal og að Grundarhverfi. Þá hefur Og Vodafone tekið EDGE í notkun á Akureyri og víðar. Með tilkomu EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution) margfaldast afkastageta í GSM kerfi Og Vodafone. Að sögn Gísla Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa Og Vodafone, er m.a. hægt að nota Vodafone BlackBerry, Vodafone Mobile Connect gagnakort fyrir fartölvur og Vodafone live!, með enn auðveldari hætti en áður. Vodafone live! gerir notendum kleift að sækja sér myndskeið af mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, hágæða leiki, MP3 hringitóna, fréttir og annars konar afþreyingarefni með meiri hraða og í betri gæðum en áður hefur þekkst. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er allt að því 240 Kb/s í kerfi Og Vodafone. Til þess að geta notfært sér EDGE þurfa GSM notendur að hafa farsíma sem styðja slíka tækni. Til samanburðar er flutningshraði GPRS tækni (General Packet Radio Service), sem Og Vodafone hefur hingað til notað fyrir afþreyingu og tölvupóstsamskipti í gegnum farsíma, í kringum 52 Kb/s. Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Og Vodafone hefur eflt farsímakerfi sitt en frekar í kringum höfuðborgarsvæðið með því að taka í notkun EDGE tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Nú hefur Og Vodafone lokið við uppsetningu á EDGE sambandi frá Úlfarsfelli við Mosfellsbæ og að Grundarhverfi á Kjalarnesi. Í tilkynningu frá Og Vodafone segir að núverandi EDGE svæði fyrirtækisins nái um allt höfuðborgarsvæðið, í Mosfellsdal og að Grundarhverfi. Þá hefur Og Vodafone tekið EDGE í notkun á Akureyri og víðar. Með tilkomu EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution) margfaldast afkastageta í GSM kerfi Og Vodafone. Að sögn Gísla Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa Og Vodafone, er m.a. hægt að nota Vodafone BlackBerry, Vodafone Mobile Connect gagnakort fyrir fartölvur og Vodafone live!, með enn auðveldari hætti en áður. Vodafone live! gerir notendum kleift að sækja sér myndskeið af mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, hágæða leiki, MP3 hringitóna, fréttir og annars konar afþreyingarefni með meiri hraða og í betri gæðum en áður hefur þekkst. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er allt að því 240 Kb/s í kerfi Og Vodafone. Til þess að geta notfært sér EDGE þurfa GSM notendur að hafa farsíma sem styðja slíka tækni. Til samanburðar er flutningshraði GPRS tækni (General Packet Radio Service), sem Og Vodafone hefur hingað til notað fyrir afþreyingu og tölvupóstsamskipti í gegnum farsíma, í kringum 52 Kb/s.
Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira