Fór að ráðum Russell og rétti út sáttarhönd 17. janúar 2006 14:45 Deila Kobe Bryant og Shaquille O´Neal virðist á enda NordicPhotos/GettyImages Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira