Lagði Boston næsta auðveldlega 17. janúar 2006 12:30 Detroit hélt sigurgöngu sinni áfram í nótt og hefur nú unnið 30 leiki og tapað aðeins 5 NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í gær þegar liðið mætti Boston Celtics í fyrrinótt. Lið Boston reyndist vera lítil fyrirstaða og unnu Pistons sanngjarnan sigur 94-84. Þetta var 30. sigurleikur Detroit á tímabilinu og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. Hefur liðið einungis tapað 5 leikjum það sem af er vetrar. Rasheed Wallace var stigahæstur hjá Detroit með 23 stig en hjá Boston var Paul Pierce með 21 stig. Þá tóku Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í Los Angeles. Það er skemmst frá því að segja að Lakers unnu leikinn 100-92 þar sem Kobe Bryant skoraði 37 stig fyrir Lakers og Dwayne Wade var með 34 stig fyrir Heat. Það vakti töluverða athygli að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal, tókust í hendur og föðmuðust fyrir leikinn. Eins og menn muna eflaust var samband þeirra ekki eins og best var á kosið þegar þeir spiluðu báðir fyrir Lakers. Minnesota lagði New York 96-90. Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Stephon Marbury skoraði 20 fyrir New York. Washington valtaði yfir Philadelphia 104-76. Caron Butler skoraði 23 stig fyrir Washington og Gilbert Arenas var með 22 stig og 12 stoðsendingar, en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Orleans lagði Charlotte að velli 107-92, en með þessum 18. sigri sínum jafnaði liðið árangur sinn frá síðasta tímabili þó þetta tímabil sé enn ekki hálfnað. Nýliðinn Chris Paul fór enn einu sinni á kostum í liði New Orleans og skoraði 24 stig, hirti 7 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum. Gerald Wallace skoraði 19 stig fyrir Charlotte. Atlanta stöðvaði taphrinu sína með því að leggja lánlaust lið Houston Rockets 94-83, en þetta var 6. tap Houston í röð. Juwan Howard skoraði 20 stig fyrir Houston, en Al Harrington skoraði 28 fyrir Atlanta. Denver lagði Chicago 97-94, eftir að hafa lent 18 stigum undir á útivelli. Carmelo Anthony er í miklu stuði þessa dagana og skoraði 39 stig í gær, en Kirk Hinrich skoraði 20 stig fyrir Chicago. LA Clippers sigraði Utah 102-93 í framlengingu og vann með því þriðja leik sinn í röð. Miklu munaði um endurkomu framherjans Elton Brand inn í liðið, en hann skoraði 35 stig, hirti 14 fráköst og varði 7 skot í leiknum. Mehmet Okur var atkvæðamestur hjá Utah með 19 stig. New Jersey lagði Indiana 97-92, eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey, en Austin Croshere skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana. Golden State lagði Seattle 109-93. Jason Richardson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Luke Ridnour skoraði 18 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá Seattle. Dallas vann auðveldan sigur á Milwaukee 114-95. Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Dallas en Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sjá meira
Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í gær þegar liðið mætti Boston Celtics í fyrrinótt. Lið Boston reyndist vera lítil fyrirstaða og unnu Pistons sanngjarnan sigur 94-84. Þetta var 30. sigurleikur Detroit á tímabilinu og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. Hefur liðið einungis tapað 5 leikjum það sem af er vetrar. Rasheed Wallace var stigahæstur hjá Detroit með 23 stig en hjá Boston var Paul Pierce með 21 stig. Þá tóku Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í Los Angeles. Það er skemmst frá því að segja að Lakers unnu leikinn 100-92 þar sem Kobe Bryant skoraði 37 stig fyrir Lakers og Dwayne Wade var með 34 stig fyrir Heat. Það vakti töluverða athygli að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal, tókust í hendur og föðmuðust fyrir leikinn. Eins og menn muna eflaust var samband þeirra ekki eins og best var á kosið þegar þeir spiluðu báðir fyrir Lakers. Minnesota lagði New York 96-90. Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Stephon Marbury skoraði 20 fyrir New York. Washington valtaði yfir Philadelphia 104-76. Caron Butler skoraði 23 stig fyrir Washington og Gilbert Arenas var með 22 stig og 12 stoðsendingar, en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Orleans lagði Charlotte að velli 107-92, en með þessum 18. sigri sínum jafnaði liðið árangur sinn frá síðasta tímabili þó þetta tímabil sé enn ekki hálfnað. Nýliðinn Chris Paul fór enn einu sinni á kostum í liði New Orleans og skoraði 24 stig, hirti 7 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum. Gerald Wallace skoraði 19 stig fyrir Charlotte. Atlanta stöðvaði taphrinu sína með því að leggja lánlaust lið Houston Rockets 94-83, en þetta var 6. tap Houston í röð. Juwan Howard skoraði 20 stig fyrir Houston, en Al Harrington skoraði 28 fyrir Atlanta. Denver lagði Chicago 97-94, eftir að hafa lent 18 stigum undir á útivelli. Carmelo Anthony er í miklu stuði þessa dagana og skoraði 39 stig í gær, en Kirk Hinrich skoraði 20 stig fyrir Chicago. LA Clippers sigraði Utah 102-93 í framlengingu og vann með því þriðja leik sinn í röð. Miklu munaði um endurkomu framherjans Elton Brand inn í liðið, en hann skoraði 35 stig, hirti 14 fráköst og varði 7 skot í leiknum. Mehmet Okur var atkvæðamestur hjá Utah með 19 stig. New Jersey lagði Indiana 97-92, eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey, en Austin Croshere skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana. Golden State lagði Seattle 109-93. Jason Richardson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Luke Ridnour skoraði 18 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá Seattle. Dallas vann auðveldan sigur á Milwaukee 114-95. Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Dallas en Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sjá meira