Phoenix burstaði Miami 7. janúar 2006 14:09 Steve Nash gaf 12 stoðsendingar í fyrsta leikhlutanum þegar Phoenix rúllaði Miami upp á heimavelli sínum í nótt NordicPhotos/GettyImages Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Sjá meira