Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram 9. október 2006 09:00 Loksins fann hann fjölina sína. Tite Kalandadze lék sinn besta leik á tímabilinu fyrir Stjörnuna í gær og skoraði fimm mörk með þrumuskotum utan af velli. Því miður dugðu mörk Kalandadze ekki til að komat Stjörnunni áfram. Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. Ótrúleg spenna og dramatík var á lokamínútum leiksins í gær en gestirnir skoruðu síðasta markið og tryggðu sér áfram þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. "Strákarnir undirbjuggu sig mjög vel og spiluðu þennan leik frábærlega eftir dapra frammistöðu í undanförnum leikjum," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, sem var skiljanlega svekktur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri leiknum sagði hann það hafa verið tæknilega hliðin. "Við vorum einfaldlega ekki með nægar upplýsingar um þá. Það hefði gert mikið ef ég hefði getað farið til Króatíu og séð einn leik með þeim en það var því miður ekki til fjármagn til þess. Svo náðum við ekki að fá nýja myndbandsupptöku af þeim en þeir eru með gjörbreytt lið frá því í fyrra." Það sást strax í fyrri hálfleik að spurningin væri ekki hvort Stjarnan næði sigri heldur hve stór hann yrði. Liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik og í þeim síðari náði það frábærum kafla þar sem það skoraði sex mörk í röð og komst yfir 22-12. En króatíska liðið svaraði að bragði og skoraði næstu fjögur mörk í leiknum. "Við vorum búnir að leggja það upp að þreyta þá og koma síðan með áras í seinni hálfleik. Að mínu mati kom sú árás of snemma. Við hefðum mátt þreyta þá enn meira því þegar þeir lentu tíu mörkum undir var eins og þeir hefðu engu að tapa og fóru að hitta aftur," sagði Sigurður. Patrekur Jóhannesson sagði eftir leikinn að þetta hefði klárlega verið besta frammistaða Stjörnunnar á þessu tímabili en hann var ekki sáttur við ungverska dómaraparið í þessum leik og gat Sigurður tekið undir það. Spennan á lokamínútunni var ótrúleg, David Kekelia kom Stjörnunni sjö mörkum yfir eftir langa sendingu frá Patreki þegar um tíu sekúndur voru eftir. Dyggir stuðningsmenn Stjörnunnar fögnuðu gríðarlega en sá fögnuður stóð þó stutt yfir. Leikmenn Zagreb geystust fram í sókn og náðu að skora sitt 22 mark þegar tvær sekúndur voru eftir og Evrópudraumar Stjörnunnar hurfu því þrátt fyrir hetjulega framgöngu. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. Ótrúleg spenna og dramatík var á lokamínútum leiksins í gær en gestirnir skoruðu síðasta markið og tryggðu sér áfram þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. "Strákarnir undirbjuggu sig mjög vel og spiluðu þennan leik frábærlega eftir dapra frammistöðu í undanförnum leikjum," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, sem var skiljanlega svekktur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri leiknum sagði hann það hafa verið tæknilega hliðin. "Við vorum einfaldlega ekki með nægar upplýsingar um þá. Það hefði gert mikið ef ég hefði getað farið til Króatíu og séð einn leik með þeim en það var því miður ekki til fjármagn til þess. Svo náðum við ekki að fá nýja myndbandsupptöku af þeim en þeir eru með gjörbreytt lið frá því í fyrra." Það sást strax í fyrri hálfleik að spurningin væri ekki hvort Stjarnan næði sigri heldur hve stór hann yrði. Liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik og í þeim síðari náði það frábærum kafla þar sem það skoraði sex mörk í röð og komst yfir 22-12. En króatíska liðið svaraði að bragði og skoraði næstu fjögur mörk í leiknum. "Við vorum búnir að leggja það upp að þreyta þá og koma síðan með áras í seinni hálfleik. Að mínu mati kom sú árás of snemma. Við hefðum mátt þreyta þá enn meira því þegar þeir lentu tíu mörkum undir var eins og þeir hefðu engu að tapa og fóru að hitta aftur," sagði Sigurður. Patrekur Jóhannesson sagði eftir leikinn að þetta hefði klárlega verið besta frammistaða Stjörnunnar á þessu tímabili en hann var ekki sáttur við ungverska dómaraparið í þessum leik og gat Sigurður tekið undir það. Spennan á lokamínútunni var ótrúleg, David Kekelia kom Stjörnunni sjö mörkum yfir eftir langa sendingu frá Patreki þegar um tíu sekúndur voru eftir. Dyggir stuðningsmenn Stjörnunnar fögnuðu gríðarlega en sá fögnuður stóð þó stutt yfir. Leikmenn Zagreb geystust fram í sókn og náðu að skora sitt 22 mark þegar tvær sekúndur voru eftir og Evrópudraumar Stjörnunnar hurfu því þrátt fyrir hetjulega framgöngu.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira