Olían stöðug við 70 dali 16. júní 2006 07:00 Olíuvinnslustöð í Kaliforníu Sérfræðingar telja líklegt að olíuverð muni haldast stöðugt kringum sjötíu bandaríkjadali á fat. Daglega eru framleiddar 87 milljónir fata, langstærstur hluti fer beint í neyslu. Spákaupmennska og skortur á olíuhreinsistöðvum halda heimsmarkaðsverði á olíu í hæstu hæðum að mati markaðsstjóra Atlantsolíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði lítillega í gær og stendur nú í 69,48 bandaríkjadölum á fatið. Verðhækkunin er til komin vegna þverrandi umframbirgða á olíu auk þess sem mikil eftirspurn er nú í Bandaríkjunum vegna sumarleyfa. Sérfræðingar telja líklegt að olíuverð haldist stöðugt kringum sextíu og fimm til sjötíu dali á næstu misserum. Benda þeir einkum á aukna eftirspurn Kínverja eftir olíu en innflutningur til landsins hefur aukist um nítján prósent undanfarið ár. Þá telja menn ástandið í Austurlöndum nær líklegt til að halda olíuverðinu uppi enn um sinn. Olíufatið fór hæst í 75 bandaríkjadali á vormánuðum og hefur hækkað um tæplega fjórðung síðastliðið ár. Verð lækkaði þó talsvert í síðustu viku vegna frétta af þíðu í samskiptum Bandaríkjamanna og Írana auk fráfalls jórdanska uppreisnarmannsins Abu-Musab al Zarqawi. Þá hefur eftirspurn á heimsvísu að mestu staðið í stað. Bensínverð á Íslandi er frá 124,7 krónum á lítrann í sjálfsafgreiðslu og upp í rúmar 126 krónur. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segist hafa lært það á sviptingum undanfarinna mánuða að spá helst ekki neinu. Það sem er rétt fyrir hádegi getur verið orðin tóm steypa um miðjan daginn. Eins og staðan er í dag má þó kannski frekar búast við lækkunum. Hugi telur tvær meginástæður fyrir því að olíuverð sé jafn hátt og raun ber vitni. Í fyrsta lagi ýtir spákaupmennska verðinu upp, og í annan stað er hreinlega skortur á olíuhreinsistöðvum. Það er næg olía til í heiminum en það er eins og enginn vilji olíuhreinsistöð í sínum bakgarði. Daglega eru framleiddar um 87 milljónir olíufata í heiminum. Þar af fara um 85 milljónir fata beint til neyslu. Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Spákaupmennska og skortur á olíuhreinsistöðvum halda heimsmarkaðsverði á olíu í hæstu hæðum að mati markaðsstjóra Atlantsolíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði lítillega í gær og stendur nú í 69,48 bandaríkjadölum á fatið. Verðhækkunin er til komin vegna þverrandi umframbirgða á olíu auk þess sem mikil eftirspurn er nú í Bandaríkjunum vegna sumarleyfa. Sérfræðingar telja líklegt að olíuverð haldist stöðugt kringum sextíu og fimm til sjötíu dali á næstu misserum. Benda þeir einkum á aukna eftirspurn Kínverja eftir olíu en innflutningur til landsins hefur aukist um nítján prósent undanfarið ár. Þá telja menn ástandið í Austurlöndum nær líklegt til að halda olíuverðinu uppi enn um sinn. Olíufatið fór hæst í 75 bandaríkjadali á vormánuðum og hefur hækkað um tæplega fjórðung síðastliðið ár. Verð lækkaði þó talsvert í síðustu viku vegna frétta af þíðu í samskiptum Bandaríkjamanna og Írana auk fráfalls jórdanska uppreisnarmannsins Abu-Musab al Zarqawi. Þá hefur eftirspurn á heimsvísu að mestu staðið í stað. Bensínverð á Íslandi er frá 124,7 krónum á lítrann í sjálfsafgreiðslu og upp í rúmar 126 krónur. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segist hafa lært það á sviptingum undanfarinna mánuða að spá helst ekki neinu. Það sem er rétt fyrir hádegi getur verið orðin tóm steypa um miðjan daginn. Eins og staðan er í dag má þó kannski frekar búast við lækkunum. Hugi telur tvær meginástæður fyrir því að olíuverð sé jafn hátt og raun ber vitni. Í fyrsta lagi ýtir spákaupmennska verðinu upp, og í annan stað er hreinlega skortur á olíuhreinsistöðvum. Það er næg olía til í heiminum en það er eins og enginn vilji olíuhreinsistöð í sínum bakgarði. Daglega eru framleiddar um 87 milljónir olíufata í heiminum. Þar af fara um 85 milljónir fata beint til neyslu.
Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira