Þegar völdin ein eru eftir 26. júlí 2005 00:01 R-listinn - Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar Það er sorglegt þessa dagana að verða vitni að valdabaráttu og opinberu hnútukasti R-lista flokkanna. Að þeirra eigin sögn er ekki ágreiningur um málefni, aðeins um aðferðir við val á framboðslista og skiptingu efstu sæta. Þegar svo er komið eiga stjórnmálaflokkar að líta í eigin barm og spyrja; um hvað eiga stjórnmál að snúast? Völd einstaklinga eða stefnumál og árangur? Oft er sagt að áhrif stjórnmálamanna hafi minnkað, færst til atvinnu- og viðskiptalífs. Það er ekki alls kostar rétt sé horft til þess að opinber rekstur tók til sín 46% landsframleiðslu á Íslandi árið 2004. Þessu mikla fé, sem við Sjálfstæðismenn viljum draga úr, á að verja til samfélagslegra þarfa og miklu skiptir að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi, hafi skýra sýn á það hvernig því er best varið. Hún byggi á hugsjónum, klárum stefnumiðum um verkefnin, eftirliti með að vel sé farið með þetta almannafé og tilætlaður árangur náist. Milljarða fjáraustur Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptaævintýri, margs konar áhættufjárfestingar og fokdýrt skrifstofuhúsnæði þar sem lóðin ein kostar 300 milljónir sýnir glöggt virðingarleysi R-listans gagnvart skattfé borgarbúa. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að undanförnu kynnt borgarbúum ýmis stefnumál ma. á íbúaþingi í júní sl. og Heimdallur hélt hugmyndaþing fyrir nokkru með ungu fólki til að undirbúa sína stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Á sama tíma eru fulltrúar R-listans uppteknir við að munnhöggvast í fjölmiðlum og er nýjasta umferðin undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Rannsóknir sýna að árangur í kosningum byggist ekki síst á trúverðugri stefnu og samheldni þeirra sem sækjast eftir umboði kjósenda. Þótt R-listaflokkarnir hafi sett viðræðunefndina í fjölmiðlabann, eru í þeirra röðum einstaklingar, sem ekki geta sett hagsmuni R-listans ofar eigin þörf fyrir að láta á sér bera eða bara að hafa síðasta orðið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um menn og málefni, en enginn efast um samstöðu okkar um meginmál og vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsýnt að honum er treystandi. Það sama mun hann sýna kjósendum í Reykjavík í kosningunum næsta vor og á því kjörtímabili sem þá hefst. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir, stefnu, fólkið og hagsmuni þess. Ungir Sjálfstæðismenn í Heimdalli hafa í sínu starfi sl. vetur lagt áherslu á borgarmálefni og hagsmuni ungs fólks í Reykjavík. Því verður haldið áfram og munu baráttumál ungs fólks endurspeglast í stefnu flokksins í Reykjavík. Þar skiptir ma. máli að rjúfa vítahring lóðaverðshækkana og íbúðaverðs með auknu framboði lóða, hlúa að grunnskólum borgarinnar og auka valfrelsi og samstarf við foreldra, styðja þá framhaldsskóla sem staðsettir eru í borginni, taka til baka hækkanir á dagvistargjöldum fyrir börn námsmanna, finna innanlandsflugvelli nýjan stað á stór- Reykjavíkursvæðinu, þétta byggðina og skapa svigrúm fyrir háskóla, námsmannaíbúðir og þekkingarþorp í Vatnsmýrinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
R-listinn - Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar Það er sorglegt þessa dagana að verða vitni að valdabaráttu og opinberu hnútukasti R-lista flokkanna. Að þeirra eigin sögn er ekki ágreiningur um málefni, aðeins um aðferðir við val á framboðslista og skiptingu efstu sæta. Þegar svo er komið eiga stjórnmálaflokkar að líta í eigin barm og spyrja; um hvað eiga stjórnmál að snúast? Völd einstaklinga eða stefnumál og árangur? Oft er sagt að áhrif stjórnmálamanna hafi minnkað, færst til atvinnu- og viðskiptalífs. Það er ekki alls kostar rétt sé horft til þess að opinber rekstur tók til sín 46% landsframleiðslu á Íslandi árið 2004. Þessu mikla fé, sem við Sjálfstæðismenn viljum draga úr, á að verja til samfélagslegra þarfa og miklu skiptir að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi, hafi skýra sýn á það hvernig því er best varið. Hún byggi á hugsjónum, klárum stefnumiðum um verkefnin, eftirliti með að vel sé farið með þetta almannafé og tilætlaður árangur náist. Milljarða fjáraustur Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptaævintýri, margs konar áhættufjárfestingar og fokdýrt skrifstofuhúsnæði þar sem lóðin ein kostar 300 milljónir sýnir glöggt virðingarleysi R-listans gagnvart skattfé borgarbúa. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að undanförnu kynnt borgarbúum ýmis stefnumál ma. á íbúaþingi í júní sl. og Heimdallur hélt hugmyndaþing fyrir nokkru með ungu fólki til að undirbúa sína stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Á sama tíma eru fulltrúar R-listans uppteknir við að munnhöggvast í fjölmiðlum og er nýjasta umferðin undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Rannsóknir sýna að árangur í kosningum byggist ekki síst á trúverðugri stefnu og samheldni þeirra sem sækjast eftir umboði kjósenda. Þótt R-listaflokkarnir hafi sett viðræðunefndina í fjölmiðlabann, eru í þeirra röðum einstaklingar, sem ekki geta sett hagsmuni R-listans ofar eigin þörf fyrir að láta á sér bera eða bara að hafa síðasta orðið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um menn og málefni, en enginn efast um samstöðu okkar um meginmál og vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsýnt að honum er treystandi. Það sama mun hann sýna kjósendum í Reykjavík í kosningunum næsta vor og á því kjörtímabili sem þá hefst. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir, stefnu, fólkið og hagsmuni þess. Ungir Sjálfstæðismenn í Heimdalli hafa í sínu starfi sl. vetur lagt áherslu á borgarmálefni og hagsmuni ungs fólks í Reykjavík. Því verður haldið áfram og munu baráttumál ungs fólks endurspeglast í stefnu flokksins í Reykjavík. Þar skiptir ma. máli að rjúfa vítahring lóðaverðshækkana og íbúðaverðs með auknu framboði lóða, hlúa að grunnskólum borgarinnar og auka valfrelsi og samstarf við foreldra, styðja þá framhaldsskóla sem staðsettir eru í borginni, taka til baka hækkanir á dagvistargjöldum fyrir börn námsmanna, finna innanlandsflugvelli nýjan stað á stór- Reykjavíkursvæðinu, þétta byggðina og skapa svigrúm fyrir háskóla, námsmannaíbúðir og þekkingarþorp í Vatnsmýrinni.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun