Þegar völdin ein eru eftir 26. júlí 2005 00:01 R-listinn - Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar Það er sorglegt þessa dagana að verða vitni að valdabaráttu og opinberu hnútukasti R-lista flokkanna. Að þeirra eigin sögn er ekki ágreiningur um málefni, aðeins um aðferðir við val á framboðslista og skiptingu efstu sæta. Þegar svo er komið eiga stjórnmálaflokkar að líta í eigin barm og spyrja; um hvað eiga stjórnmál að snúast? Völd einstaklinga eða stefnumál og árangur? Oft er sagt að áhrif stjórnmálamanna hafi minnkað, færst til atvinnu- og viðskiptalífs. Það er ekki alls kostar rétt sé horft til þess að opinber rekstur tók til sín 46% landsframleiðslu á Íslandi árið 2004. Þessu mikla fé, sem við Sjálfstæðismenn viljum draga úr, á að verja til samfélagslegra þarfa og miklu skiptir að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi, hafi skýra sýn á það hvernig því er best varið. Hún byggi á hugsjónum, klárum stefnumiðum um verkefnin, eftirliti með að vel sé farið með þetta almannafé og tilætlaður árangur náist. Milljarða fjáraustur Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptaævintýri, margs konar áhættufjárfestingar og fokdýrt skrifstofuhúsnæði þar sem lóðin ein kostar 300 milljónir sýnir glöggt virðingarleysi R-listans gagnvart skattfé borgarbúa. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að undanförnu kynnt borgarbúum ýmis stefnumál ma. á íbúaþingi í júní sl. og Heimdallur hélt hugmyndaþing fyrir nokkru með ungu fólki til að undirbúa sína stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Á sama tíma eru fulltrúar R-listans uppteknir við að munnhöggvast í fjölmiðlum og er nýjasta umferðin undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Rannsóknir sýna að árangur í kosningum byggist ekki síst á trúverðugri stefnu og samheldni þeirra sem sækjast eftir umboði kjósenda. Þótt R-listaflokkarnir hafi sett viðræðunefndina í fjölmiðlabann, eru í þeirra röðum einstaklingar, sem ekki geta sett hagsmuni R-listans ofar eigin þörf fyrir að láta á sér bera eða bara að hafa síðasta orðið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um menn og málefni, en enginn efast um samstöðu okkar um meginmál og vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsýnt að honum er treystandi. Það sama mun hann sýna kjósendum í Reykjavík í kosningunum næsta vor og á því kjörtímabili sem þá hefst. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir, stefnu, fólkið og hagsmuni þess. Ungir Sjálfstæðismenn í Heimdalli hafa í sínu starfi sl. vetur lagt áherslu á borgarmálefni og hagsmuni ungs fólks í Reykjavík. Því verður haldið áfram og munu baráttumál ungs fólks endurspeglast í stefnu flokksins í Reykjavík. Þar skiptir ma. máli að rjúfa vítahring lóðaverðshækkana og íbúðaverðs með auknu framboði lóða, hlúa að grunnskólum borgarinnar og auka valfrelsi og samstarf við foreldra, styðja þá framhaldsskóla sem staðsettir eru í borginni, taka til baka hækkanir á dagvistargjöldum fyrir börn námsmanna, finna innanlandsflugvelli nýjan stað á stór- Reykjavíkursvæðinu, þétta byggðina og skapa svigrúm fyrir háskóla, námsmannaíbúðir og þekkingarþorp í Vatnsmýrinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
R-listinn - Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar Það er sorglegt þessa dagana að verða vitni að valdabaráttu og opinberu hnútukasti R-lista flokkanna. Að þeirra eigin sögn er ekki ágreiningur um málefni, aðeins um aðferðir við val á framboðslista og skiptingu efstu sæta. Þegar svo er komið eiga stjórnmálaflokkar að líta í eigin barm og spyrja; um hvað eiga stjórnmál að snúast? Völd einstaklinga eða stefnumál og árangur? Oft er sagt að áhrif stjórnmálamanna hafi minnkað, færst til atvinnu- og viðskiptalífs. Það er ekki alls kostar rétt sé horft til þess að opinber rekstur tók til sín 46% landsframleiðslu á Íslandi árið 2004. Þessu mikla fé, sem við Sjálfstæðismenn viljum draga úr, á að verja til samfélagslegra þarfa og miklu skiptir að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi, hafi skýra sýn á það hvernig því er best varið. Hún byggi á hugsjónum, klárum stefnumiðum um verkefnin, eftirliti með að vel sé farið með þetta almannafé og tilætlaður árangur náist. Milljarða fjáraustur Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptaævintýri, margs konar áhættufjárfestingar og fokdýrt skrifstofuhúsnæði þar sem lóðin ein kostar 300 milljónir sýnir glöggt virðingarleysi R-listans gagnvart skattfé borgarbúa. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að undanförnu kynnt borgarbúum ýmis stefnumál ma. á íbúaþingi í júní sl. og Heimdallur hélt hugmyndaþing fyrir nokkru með ungu fólki til að undirbúa sína stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Á sama tíma eru fulltrúar R-listans uppteknir við að munnhöggvast í fjölmiðlum og er nýjasta umferðin undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Rannsóknir sýna að árangur í kosningum byggist ekki síst á trúverðugri stefnu og samheldni þeirra sem sækjast eftir umboði kjósenda. Þótt R-listaflokkarnir hafi sett viðræðunefndina í fjölmiðlabann, eru í þeirra röðum einstaklingar, sem ekki geta sett hagsmuni R-listans ofar eigin þörf fyrir að láta á sér bera eða bara að hafa síðasta orðið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um menn og málefni, en enginn efast um samstöðu okkar um meginmál og vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsýnt að honum er treystandi. Það sama mun hann sýna kjósendum í Reykjavík í kosningunum næsta vor og á því kjörtímabili sem þá hefst. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir, stefnu, fólkið og hagsmuni þess. Ungir Sjálfstæðismenn í Heimdalli hafa í sínu starfi sl. vetur lagt áherslu á borgarmálefni og hagsmuni ungs fólks í Reykjavík. Því verður haldið áfram og munu baráttumál ungs fólks endurspeglast í stefnu flokksins í Reykjavík. Þar skiptir ma. máli að rjúfa vítahring lóðaverðshækkana og íbúðaverðs með auknu framboði lóða, hlúa að grunnskólum borgarinnar og auka valfrelsi og samstarf við foreldra, styðja þá framhaldsskóla sem staðsettir eru í borginni, taka til baka hækkanir á dagvistargjöldum fyrir börn námsmanna, finna innanlandsflugvelli nýjan stað á stór- Reykjavíkursvæðinu, þétta byggðina og skapa svigrúm fyrir háskóla, námsmannaíbúðir og þekkingarþorp í Vatnsmýrinni.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun