Dermot Gallagher dæmdi á Íslandi 24. júlí 2005 00:01 Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira