Á hvaða tímum lifum við? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2005 00:01 Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun