Leikum alltaf til sigurs 19. júlí 2005 00:01 FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira