„Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2025 22:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, getur leyft sér að fagna í kvöld. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Sjá meira
Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Sjá meira