„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:33 Rúnar Ingi fer yfir málin með aðstoðarþjálfaranum Loga Gunnarssyni. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gerir sér grein fyrir að hann og hans menn eru komnir með bakið upp við vegg eftir ellefu stiga tap gegn Álftanesi í kvöld. „Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
„Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum