„Bæði svekktur en líka stoltur“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2025 22:44 Þorlákur Árnason er þjálfari Eyjamanna. ÍBV Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, segist vera bæði svekktur og stoltur eftir tap liðsins gegn Víking nú í kvöld. ÍBV varðist fimleg í fyrri hálfleik en fékk á sig mark snemma í seinni hálfleik og svo annað þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ég er bæði svekktur en líka stoltur. Ég er stoltur af mínu lið sem mér fannst gefa allt í þennan leik. Við vörðumst alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik og líka á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst sérstaklega seinna markið vera frekar ódýrt og það mark í raun klárar leikinn. Þetta er auðvitað það sem að þeir eru hrikalega sterkir í og erfitt að stoppa þá þarna. Í heildina er ég mjög stoltur af mínu liði.“ Á 55. mínútu leiksins fékk Gylfi Þór Sigurðsson að líta rautt spjald og ÍBV því manni færri þegar rúmlega hálftími lifði leiks. Liðinu tókst ágætlega að halda í boltann á þessum kafla en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þorlákur segir ánægður með hvernig lið hafi náð að stýra leiknum á þessum kafla í leiknum en segir að það hafi vantað upp á gæðin fyrir framan markið. „Ég hugsa að það séu ekkert mörg lið sem geti pinnað Víkingana niður þó svo að þeir hafi verið einum færri. Ég ætla nú að hrósa okkur fyrir það en við vorum ekki nógu sterkir inn í vítateignum þeirra. Okkur tókst að koma okkur í ágætar stöður á síðasta þriðjungi vallarins en mér fannst vanta pínu einstaklings gæði í sóknarleikinn til að taka eitthvað með okkur út úr leiknum. Það er það sem mér þykir vera vonbrigði dagsins. Varnarleikurinn í heildina var góður en mér fannst vanta smá upp á gæðin í sóknarleiknum í heildina til að skora mark.“ Má reikna með að þið eigið eftir að reyna að bæta við ykkur einhverjum leikmönnum á meðan glugginn er enn opinn? „Þetta er bara eins hjá okkur og öðrum liðum, menn eru að fara inn og út. Við þurfum að lána leikmenn í KFS núna í lok apríl. Hópurinn er ekkert voðalega stór hjá okkur en það verða ekki miklar breytingar á okkar hóp. Við vorum að fá Matthias (Edeland) sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur. Það sama má segja um Marcel í markinu. Við erum bara að tjasla liðinu saman á síðustu stundu.“ Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem ÍBV fékk heimaleik gegn Víkingum og mætast því liðin aftur eftir 10 dag í Eyjum. Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og því ljóst að ekki verði leikið þar. Hvernig leggst það í þig að mæta Víkingum aftur eftir aðeins 10 daga? „Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá heimaleik. Við erum búnir að spila tíu útileiki í allan vetur og ekki enn farnir að spila heima. Þannig að jú við erum bara mjög glaðir með það. Þórsvöllurinn er góður og okkur hlakkar mikið til að mæta Víkingum þar í bikarnum.“ ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
„Ég er bæði svekktur en líka stoltur. Ég er stoltur af mínu lið sem mér fannst gefa allt í þennan leik. Við vörðumst alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik og líka á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst sérstaklega seinna markið vera frekar ódýrt og það mark í raun klárar leikinn. Þetta er auðvitað það sem að þeir eru hrikalega sterkir í og erfitt að stoppa þá þarna. Í heildina er ég mjög stoltur af mínu liði.“ Á 55. mínútu leiksins fékk Gylfi Þór Sigurðsson að líta rautt spjald og ÍBV því manni færri þegar rúmlega hálftími lifði leiks. Liðinu tókst ágætlega að halda í boltann á þessum kafla en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þorlákur segir ánægður með hvernig lið hafi náð að stýra leiknum á þessum kafla í leiknum en segir að það hafi vantað upp á gæðin fyrir framan markið. „Ég hugsa að það séu ekkert mörg lið sem geti pinnað Víkingana niður þó svo að þeir hafi verið einum færri. Ég ætla nú að hrósa okkur fyrir það en við vorum ekki nógu sterkir inn í vítateignum þeirra. Okkur tókst að koma okkur í ágætar stöður á síðasta þriðjungi vallarins en mér fannst vanta pínu einstaklings gæði í sóknarleikinn til að taka eitthvað með okkur út úr leiknum. Það er það sem mér þykir vera vonbrigði dagsins. Varnarleikurinn í heildina var góður en mér fannst vanta smá upp á gæðin í sóknarleiknum í heildina til að skora mark.“ Má reikna með að þið eigið eftir að reyna að bæta við ykkur einhverjum leikmönnum á meðan glugginn er enn opinn? „Þetta er bara eins hjá okkur og öðrum liðum, menn eru að fara inn og út. Við þurfum að lána leikmenn í KFS núna í lok apríl. Hópurinn er ekkert voðalega stór hjá okkur en það verða ekki miklar breytingar á okkar hóp. Við vorum að fá Matthias (Edeland) sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur. Það sama má segja um Marcel í markinu. Við erum bara að tjasla liðinu saman á síðustu stundu.“ Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem ÍBV fékk heimaleik gegn Víkingum og mætast því liðin aftur eftir 10 dag í Eyjum. Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og því ljóst að ekki verði leikið þar. Hvernig leggst það í þig að mæta Víkingum aftur eftir aðeins 10 daga? „Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá heimaleik. Við erum búnir að spila tíu útileiki í allan vetur og ekki enn farnir að spila heima. Þannig að jú við erum bara mjög glaðir með það. Þórsvöllurinn er góður og okkur hlakkar mikið til að mæta Víkingum þar í bikarnum.“
ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17