„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:15 Kjartan Atli Kjartansson greinir stöðuna í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að góð vörn sinna manna hafi skilað liðinu sigri gegn Njarðvíkingum í kvöld. Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira