„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hjörvar Ólafsson skrifar 7. apríl 2025 21:24 Borche Ilievski kallar eftir meiri sanngirni í dómgæsluna í næsta leik liðanna. Vísir/Anton Brink Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var allt annað en sáttur við dómaratríóið sem sá um dómgælsuna þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigur Stjörnunnuar þýðir að liðið er komið í kjörstöðu með 2-0 forystu í einvíginu. „Við nálguðumst þennan leik mun betur en fyrsta leikinn og ég er mjög stoltur með hugarfar leikmanna og hvað þeir lögðu mikið á sig til þess að freista þess að vinna. Við spiluðum mun betri vörn og vorum inni í leiknum allan tímann. Því miður dugði það ekki til að þessu sinni,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, að leik loknum. „Að mínu mati var það dómgæslan sem varð til þess að við náðum ekki að fara alla leið og landa sigri. Það hallaði verulega á okkur þegar kemur ákvörðunum dómaranna og ég efast um að það hafi áður gerst í sögu úrslitakeppninnar að annað lið fái dæmdar á sig 20 villur í einum leikhluta og hitt sex,“ sagði Borche pirraður. ÍR-ingar fengu dæmdar á sig 29 villur í þessum leik en Stjörnumenn hins vegar 15 villur. Borche telur að bæði lið hafi spilað jafn aggresívan varnarleik en Stjarnan hafi fengið að komast upp með meiri hörku í varnarleik sínum. „Annað liðið fær að spila aggressíva vörn og komast upp með það á meðan við lendum í villuvandræðum með lykilleikmenn okkar þegar líða tók á leikinn. Það varð til þess að við náðum ekki að stíga skrefið allan leið og vinna,“ sagði hann um dómara kvöldsins. „Við munum mæta með sama baráttuanda og trú á okkar í leikinn á föstudaginn. Vonandi fáum við þar sanngjarna dómgæslu og spilum á jafnréttisgrundvelli. Stjarnan er með frábært lið og þarf ekki á hjálp dómaranna að halda eins og var uppi á teningnum í kvöld til þess að vinna leiki,“ sagði þjálfarinn um framhaldið. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
„Við nálguðumst þennan leik mun betur en fyrsta leikinn og ég er mjög stoltur með hugarfar leikmanna og hvað þeir lögðu mikið á sig til þess að freista þess að vinna. Við spiluðum mun betri vörn og vorum inni í leiknum allan tímann. Því miður dugði það ekki til að þessu sinni,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, að leik loknum. „Að mínu mati var það dómgæslan sem varð til þess að við náðum ekki að fara alla leið og landa sigri. Það hallaði verulega á okkur þegar kemur ákvörðunum dómaranna og ég efast um að það hafi áður gerst í sögu úrslitakeppninnar að annað lið fái dæmdar á sig 20 villur í einum leikhluta og hitt sex,“ sagði Borche pirraður. ÍR-ingar fengu dæmdar á sig 29 villur í þessum leik en Stjörnumenn hins vegar 15 villur. Borche telur að bæði lið hafi spilað jafn aggresívan varnarleik en Stjarnan hafi fengið að komast upp með meiri hörku í varnarleik sínum. „Annað liðið fær að spila aggressíva vörn og komast upp með það á meðan við lendum í villuvandræðum með lykilleikmenn okkar þegar líða tók á leikinn. Það varð til þess að við náðum ekki að stíga skrefið allan leið og vinna,“ sagði hann um dómara kvöldsins. „Við munum mæta með sama baráttuanda og trú á okkar í leikinn á föstudaginn. Vonandi fáum við þar sanngjarna dómgæslu og spilum á jafnréttisgrundvelli. Stjarnan er með frábært lið og þarf ekki á hjálp dómaranna að halda eins og var uppi á teningnum í kvöld til þess að vinna leiki,“ sagði þjálfarinn um framhaldið.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira