Dallas 1 - Houston 2 29. apríl 2005 00:01 Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. Tracy McGrady og félagar í Houston virtust vera á góðri leið með að vinna þriðja sigurinn í einvíginu í nótt og með átrúnaðargoð sitt Magic Johnson á hliðarlínunni að fylgjast með, átti McGrady enn einn stórleikinn fyrir Rockets. Í stöðunni 88-80 fyrir Houston, tók Nowitzki til sinna ráða og hundskammaði félaga sína í liðinu fyrir að vera of værukærir og tók hreinlega yfir leikinn. Dallas fór eins og áður sagði á 20-0 sprett í fjórða leikhlutanum, þar sem lið Houston virtist algerlega úti á þekju og hitti ekki einu sinni úr vítaskotum sínum. "Við erum enn í slæmri stöðu í einvíginu og þurfum á öllu okkar að halda á laugardaginn ef við eigum að eiga möguleika í þessari seríu," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Ég er allt annar leikmaður þegar ég leik með sjálfstraustið í lagi eins og í kvöld. Skotin duttu hjá mér og við náðum að afstýra því að tapa seríunni", sagði Nowitzki. "Mér fannst við vera með leikinn í höndunum, ég veit ekki hvað gerðist", sagði Yao Ming, miðherji Rockets, sem virðist hafa gleymt að horfa í eigin barm, því hann gat eins og svo ótrúlega oft áður, ekki beitt sér að fullu í leiknum vegna villuvandræða. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (6 frák), Michael Finley 20 stig, Jerry Stackhouse 18 stig, Jason Terry 13 stig (6 frák), Josh Howard 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 28 stig (9 frák, 6 stoðs), Bob Sura 21 (11 frák, 6 stoðs), David Wesley 17 stig, Yao Ming 15 stig (10 frák), Jon Barry 7 stig. NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Sjá meira
Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. Tracy McGrady og félagar í Houston virtust vera á góðri leið með að vinna þriðja sigurinn í einvíginu í nótt og með átrúnaðargoð sitt Magic Johnson á hliðarlínunni að fylgjast með, átti McGrady enn einn stórleikinn fyrir Rockets. Í stöðunni 88-80 fyrir Houston, tók Nowitzki til sinna ráða og hundskammaði félaga sína í liðinu fyrir að vera of værukærir og tók hreinlega yfir leikinn. Dallas fór eins og áður sagði á 20-0 sprett í fjórða leikhlutanum, þar sem lið Houston virtist algerlega úti á þekju og hitti ekki einu sinni úr vítaskotum sínum. "Við erum enn í slæmri stöðu í einvíginu og þurfum á öllu okkar að halda á laugardaginn ef við eigum að eiga möguleika í þessari seríu," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Ég er allt annar leikmaður þegar ég leik með sjálfstraustið í lagi eins og í kvöld. Skotin duttu hjá mér og við náðum að afstýra því að tapa seríunni", sagði Nowitzki. "Mér fannst við vera með leikinn í höndunum, ég veit ekki hvað gerðist", sagði Yao Ming, miðherji Rockets, sem virðist hafa gleymt að horfa í eigin barm, því hann gat eins og svo ótrúlega oft áður, ekki beitt sér að fullu í leiknum vegna villuvandræða. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (6 frák), Michael Finley 20 stig, Jerry Stackhouse 18 stig, Jason Terry 13 stig (6 frák), Josh Howard 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 28 stig (9 frák, 6 stoðs), Bob Sura 21 (11 frák, 6 stoðs), David Wesley 17 stig, Yao Ming 15 stig (10 frák), Jon Barry 7 stig.
NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Sjá meira