Lárus Orri fann ekki til með markverði Skota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 10:31 Cieran Slicker horfir á boltann í markinu sínu en íslensku landsliðsmennirnir Andri Lucas Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson fagna. Getty/Andrew Milligan Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann Skota 3-1 í vináttulandsleik á Hampden Park í gærkvöldi en markvörður Skota átti hræðilegan dag í sínum fyrsta landsleik. Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira