Eftirlaunin umdeildu 26. apríl 2005 00:01 Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar