Eftirlaunin umdeildu 26. apríl 2005 00:01 Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun