Eftirlaunin umdeildu 26. apríl 2005 00:01 Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar