Erfið byrjun nýja formannsins 13. apríl 2005 00:01 Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins. Með fimmtíu og þrjú prósent atkvæða í formannskosningu í gærkvöldi varð Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til að gegna stöðu formanns í danska jafnaðarmannflokknum í yfir hundrað ára sögu hans. Í kosningabaráttunni hefur hún verið kölluð „ferski frambjóðandinn“ en hún er þrjátíu og átta ára og var kosin í fyrsta sinn á þing í febrúar síðastliðnum. Á móti henni var svonefndur krónprins flokksins í framboði, Frank Jensen. Hann er 43 ára, var kosinn ungur á þing fyrir átján árum og hefur gegnt tveimur ráðherraembætum fyrir flokkinn. Í ræðu í gærkvöldi hvatti Frank stuðningsmenn sína til að styðja nýjan formann. Í sigurræðu sinni sagði Helle að framundan væru nýir tímar þar sem flokkafylkingar skyldu hætta að berjast. Hún naut stuðnings hægrifylkingar innan flokksins sem kennd er við Poul Nyrup Rasmussen, fyrrverandi formann og forsætisráðherra. Frank var aftur á móti frambjóðandi vinstrifylkingarinnar. Danskir fjölmiðlar segja Helle eiga erfitt starf fyrir höndum. Í leiðara Politiken segir að verkefnið sé yfirþyrmandi en hún virðist ekki hrædd; kannski hafi óþekkti frambjóðandinn verið sá rétti. Berlingske Tidende segir sömu kröfur gerðar til Helle nú og hafi verið gerðar til fráfarandi formanns, Mogens Lykketoft: „Komdu þér í forsætisráðherraembættið eða úr formannsstólnum.“ Og fyrsti dagurinn hefur verið erfiður því yfirlýsing Helle í gærkvöldi, um að vinna með stjórninni að breytingum á danska eftirlaunakerfinu fyrir fólk undir fertugu, hafa mætt mótstöðu hjá nokkrum þingmönnum flokksins sem segja málflutning hennar ekki samræmast stefnu flokksins. Ein af reyndari þingkonum flokksins, Pia Glellerup, tilkynnti strax í gærkvöldi að hún myndi hætta sem formaður þingflokksins eftir sjö ára starf. Hún studdi mótframbjóðandann, Frank Jensen, og segist ekki geta unnið af sömu einurð fyrir Helle. Á stuttum fundi þingflokksins í morgun voru samþykktar tillögur Helle um mannabreytingar í lykilstöðum flokksins. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins. Með fimmtíu og þrjú prósent atkvæða í formannskosningu í gærkvöldi varð Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til að gegna stöðu formanns í danska jafnaðarmannflokknum í yfir hundrað ára sögu hans. Í kosningabaráttunni hefur hún verið kölluð „ferski frambjóðandinn“ en hún er þrjátíu og átta ára og var kosin í fyrsta sinn á þing í febrúar síðastliðnum. Á móti henni var svonefndur krónprins flokksins í framboði, Frank Jensen. Hann er 43 ára, var kosinn ungur á þing fyrir átján árum og hefur gegnt tveimur ráðherraembætum fyrir flokkinn. Í ræðu í gærkvöldi hvatti Frank stuðningsmenn sína til að styðja nýjan formann. Í sigurræðu sinni sagði Helle að framundan væru nýir tímar þar sem flokkafylkingar skyldu hætta að berjast. Hún naut stuðnings hægrifylkingar innan flokksins sem kennd er við Poul Nyrup Rasmussen, fyrrverandi formann og forsætisráðherra. Frank var aftur á móti frambjóðandi vinstrifylkingarinnar. Danskir fjölmiðlar segja Helle eiga erfitt starf fyrir höndum. Í leiðara Politiken segir að verkefnið sé yfirþyrmandi en hún virðist ekki hrædd; kannski hafi óþekkti frambjóðandinn verið sá rétti. Berlingske Tidende segir sömu kröfur gerðar til Helle nú og hafi verið gerðar til fráfarandi formanns, Mogens Lykketoft: „Komdu þér í forsætisráðherraembættið eða úr formannsstólnum.“ Og fyrsti dagurinn hefur verið erfiður því yfirlýsing Helle í gærkvöldi, um að vinna með stjórninni að breytingum á danska eftirlaunakerfinu fyrir fólk undir fertugu, hafa mætt mótstöðu hjá nokkrum þingmönnum flokksins sem segja málflutning hennar ekki samræmast stefnu flokksins. Ein af reyndari þingkonum flokksins, Pia Glellerup, tilkynnti strax í gærkvöldi að hún myndi hætta sem formaður þingflokksins eftir sjö ára starf. Hún studdi mótframbjóðandann, Frank Jensen, og segist ekki geta unnið af sömu einurð fyrir Helle. Á stuttum fundi þingflokksins í morgun voru samþykktar tillögur Helle um mannabreytingar í lykilstöðum flokksins.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira