Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 10:00 Björn Leví telur að eðlilegra hefði verið ef ríkislögreglustjóri hefði kynnt sína áætlun á blaðamannafundinum, og dómsmálaráðherra boðað sína stefnu sem frambjóðandi í kosningabaráttu, frekar en sem ráðherra. Vísir/Einar Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku. Nýrri stefnu stjórnvalda í landamæramálum er ætlað að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Hún var kynnt á blaðamannafundi dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra í gær, en þar var einnig kynnt landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Meðal markmiða í stefnunni er að koma á fót greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll. Svö kölluð móttökumiðstöð sem gegni sams konar hlutverki og er nú í Domus í miðborginni. „Ég tel afar brýnt að við séum með greiningarmiðstöð í nálægð við flugvöllinn, þannig að einstaklingar í þessari stöðu séu ekki komnir nokkrum klukkutímum eftir að þeir lenda, inn í íslensk samfélag. Heldur staldri þeir við,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra eftir fundinn í gær. Margra mánaða vinna að baki Gert væri ráð fyrir að fólk geti dvalið í miðstöðinni í allt að sjö sólarhringa. „Og að það sé hægt að vísa fólki hratt til baka, ef það á ekki erindi hingað sem erfiði.“ Útfærsla á slíkri stöð liggi ekki fyrir að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á blaðamannafundinum í gær.Vísir/Vilhelm „En ég hafði gert mér vonir um að við gætum opnað greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll strax á næsta ári.“ Kom ekki til greina að geyma þetta þangað til eftir kosningar og sjá hvernig færi? „Eins og ég sagði áðan þá hófst þessi vinna fyrir mörgum mánuðum, það hafa margir komið að henni og Ríkislögreglustjóri hefur leitt þessa vinnu,“ sagði Guðrún. Ráðherra hafi enga heimild til að kynna nýja stefnu Þingmaður Pírata segir fundinn, sem boðaður var að frumkvæði dómsmálaráðuneytisins, hafa verið birtingarmynd spillingar. Guðrún Hafsteinsdóttir er annars vegar í kosningabaráttu en hún er líka dómsmálaráðherra. Er eitthvað óeðlilegt að hún haldi fund með embættismanni á sínu málefnasviði um það sem heyrir undir hana? „Ef hún þarf að sinna ákveðnum lögbundnum verkefnum, ekkert að því. Þetta er allt annað mál. Hér er verið að tala um stefnu til næsta kjörtímabils. Hún er ekki með heimild til að setja þá stefnu, ekki þegar kosningar eru að koma á okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn segir eðlilegra ef Ríkislögreglustjóri hefði kynnt sína áætlun, án aðkomu ráðherrans. „Dómsmálaráðherra hefði síðan getað sem frambjóðandi á einhverjum framboðsfundum verið að tala um þessa stefnu. En það þær væru að gera það saman, það er bara alfgjör óþarfi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. 15. nóvember 2024 07:39 Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. 15. nóvember 2024 11:28 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Sjá meira
Nýrri stefnu stjórnvalda í landamæramálum er ætlað að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Hún var kynnt á blaðamannafundi dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra í gær, en þar var einnig kynnt landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Meðal markmiða í stefnunni er að koma á fót greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll. Svö kölluð móttökumiðstöð sem gegni sams konar hlutverki og er nú í Domus í miðborginni. „Ég tel afar brýnt að við séum með greiningarmiðstöð í nálægð við flugvöllinn, þannig að einstaklingar í þessari stöðu séu ekki komnir nokkrum klukkutímum eftir að þeir lenda, inn í íslensk samfélag. Heldur staldri þeir við,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra eftir fundinn í gær. Margra mánaða vinna að baki Gert væri ráð fyrir að fólk geti dvalið í miðstöðinni í allt að sjö sólarhringa. „Og að það sé hægt að vísa fólki hratt til baka, ef það á ekki erindi hingað sem erfiði.“ Útfærsla á slíkri stöð liggi ekki fyrir að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á blaðamannafundinum í gær.Vísir/Vilhelm „En ég hafði gert mér vonir um að við gætum opnað greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll strax á næsta ári.“ Kom ekki til greina að geyma þetta þangað til eftir kosningar og sjá hvernig færi? „Eins og ég sagði áðan þá hófst þessi vinna fyrir mörgum mánuðum, það hafa margir komið að henni og Ríkislögreglustjóri hefur leitt þessa vinnu,“ sagði Guðrún. Ráðherra hafi enga heimild til að kynna nýja stefnu Þingmaður Pírata segir fundinn, sem boðaður var að frumkvæði dómsmálaráðuneytisins, hafa verið birtingarmynd spillingar. Guðrún Hafsteinsdóttir er annars vegar í kosningabaráttu en hún er líka dómsmálaráðherra. Er eitthvað óeðlilegt að hún haldi fund með embættismanni á sínu málefnasviði um það sem heyrir undir hana? „Ef hún þarf að sinna ákveðnum lögbundnum verkefnum, ekkert að því. Þetta er allt annað mál. Hér er verið að tala um stefnu til næsta kjörtímabils. Hún er ekki með heimild til að setja þá stefnu, ekki þegar kosningar eru að koma á okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn segir eðlilegra ef Ríkislögreglustjóri hefði kynnt sína áætlun, án aðkomu ráðherrans. „Dómsmálaráðherra hefði síðan getað sem frambjóðandi á einhverjum framboðsfundum verið að tala um þessa stefnu. En það þær væru að gera það saman, það er bara alfgjör óþarfi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. 15. nóvember 2024 07:39 Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. 15. nóvember 2024 11:28 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Sjá meira
Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. 15. nóvember 2024 07:39
Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. 15. nóvember 2024 11:28
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent