Saka hvor annan um hræðsluáróður 8. febrúar 2005 00:01 Spennan magnast á kjördegi í Danmörku. Tveir stærstu flokkarnir saka hvor annan um hræðsluáróður í dagblaðaauglýsingum. Stjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun en bæði Venstre og jafnaðarmenn missa þingsæti. Sighvatur Jónsson er í Danmörku. Rúmlega hundrað kjörstaðir voru opnaðir klukkan rúmlega níu í morgun. Fjórar milljónir Dana velja á milli tæplega þúsund frambjóðenda fyrir klukkan 20 í kvöld að dönskum tíma. Klukkatíma fyrr birta danska ríkissjónvarpið og TV2 fyrstu útgönguspár. Búist er við fyrstu tölum klukkan 20 að íslenskum tíma og helstu úrslit á landsvísu ættu að liggja fyrir á ellefta tímanum. Endanleg úrslit verða þó ekki tilkynnt fyrr en um sólarhring síðar, eftir svokallaða fíntalningu sem fer fram á morgun. Kosningaþátttakan var 87% í síðustu þingkosningum. Þá sat hálf milljón Dana heima. Klukkan 11 í morgun höfðu 16% kosið á móti 19% síðast en nú er einmitt hálf milljón kjósenda óákveðin og freista flokkarnir að ná til þessa hóps í beinskeyttum dagblaðaauglýsingum í dag. Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre rær á sömu mið og í gær og varar við að atkvæði greidd miðjuflokknum Radikal Venstre og fleiri flokkum þýði að andstæðingurinn, Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, verði forsætisráðherra. Jafnaðarmenn gagnrýna Venstre fyrir hræðsluáróður á endaspretti kosningabaráttunnar. Sama segja Venstre-menn um þá aðferð jafnaðarmanna að láta dönsku leigjendasamtökin biðla til milljón meðlima sinna í dagblaðaauglýsingum í dag með því sem Venstre kallar útúrsnúning á orðum forsætisráðherrans, Anders Fogh Rasmussens, um breytingar á húsaleigu. Gallup-könnun í Berlingske Tidende í morgun sýnir að stjórnin heldur velli þrátt fyrir að Venstre missi þrjú þingsæti þar sem þau flytjast til Íhaldsflokksins, samstarfsflokks Venstre. Jafnaðarmennn missa átta þingsæti samkvæmt könnuninni, sjö af þeim fara til miðjuflokksins, Radikal Venstre. Svörin við stóru spurningunum liggja því handan við kjörborðið: Verður Anders Fogh áfram forsætisráðherra eða nær Lykketoft embættinu á lokasprettinum? Ná jafnaðarmenn að rétta úr kútnum eða fá þeir verstu útkomu í 30 ár? Og hvað með Radikal Venstre; fá þeir glimrandi kosningu og hvaða þýðingu hefði það svo fyrir stjórnarmyndun? Vísbendingar um svör við þessum spurningum munu liggja fyrir í fyrstu útgönguspám sem verða birtar rétt fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30 í kvöld. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Spennan magnast á kjördegi í Danmörku. Tveir stærstu flokkarnir saka hvor annan um hræðsluáróður í dagblaðaauglýsingum. Stjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun en bæði Venstre og jafnaðarmenn missa þingsæti. Sighvatur Jónsson er í Danmörku. Rúmlega hundrað kjörstaðir voru opnaðir klukkan rúmlega níu í morgun. Fjórar milljónir Dana velja á milli tæplega þúsund frambjóðenda fyrir klukkan 20 í kvöld að dönskum tíma. Klukkatíma fyrr birta danska ríkissjónvarpið og TV2 fyrstu útgönguspár. Búist er við fyrstu tölum klukkan 20 að íslenskum tíma og helstu úrslit á landsvísu ættu að liggja fyrir á ellefta tímanum. Endanleg úrslit verða þó ekki tilkynnt fyrr en um sólarhring síðar, eftir svokallaða fíntalningu sem fer fram á morgun. Kosningaþátttakan var 87% í síðustu þingkosningum. Þá sat hálf milljón Dana heima. Klukkan 11 í morgun höfðu 16% kosið á móti 19% síðast en nú er einmitt hálf milljón kjósenda óákveðin og freista flokkarnir að ná til þessa hóps í beinskeyttum dagblaðaauglýsingum í dag. Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre rær á sömu mið og í gær og varar við að atkvæði greidd miðjuflokknum Radikal Venstre og fleiri flokkum þýði að andstæðingurinn, Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, verði forsætisráðherra. Jafnaðarmenn gagnrýna Venstre fyrir hræðsluáróður á endaspretti kosningabaráttunnar. Sama segja Venstre-menn um þá aðferð jafnaðarmanna að láta dönsku leigjendasamtökin biðla til milljón meðlima sinna í dagblaðaauglýsingum í dag með því sem Venstre kallar útúrsnúning á orðum forsætisráðherrans, Anders Fogh Rasmussens, um breytingar á húsaleigu. Gallup-könnun í Berlingske Tidende í morgun sýnir að stjórnin heldur velli þrátt fyrir að Venstre missi þrjú þingsæti þar sem þau flytjast til Íhaldsflokksins, samstarfsflokks Venstre. Jafnaðarmennn missa átta þingsæti samkvæmt könnuninni, sjö af þeim fara til miðjuflokksins, Radikal Venstre. Svörin við stóru spurningunum liggja því handan við kjörborðið: Verður Anders Fogh áfram forsætisráðherra eða nær Lykketoft embættinu á lokasprettinum? Ná jafnaðarmenn að rétta úr kútnum eða fá þeir verstu útkomu í 30 ár? Og hvað með Radikal Venstre; fá þeir glimrandi kosningu og hvaða þýðingu hefði það svo fyrir stjórnarmyndun? Vísbendingar um svör við þessum spurningum munu liggja fyrir í fyrstu útgönguspám sem verða birtar rétt fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30 í kvöld.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira