Urðum að leita skjóls 16. janúar 2005 00:01 Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira
Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira