Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi 9. nóvember 2004 00:01 Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Jucevicius kom til Íslands í byrjun febrúar á þessu ári með fíkniefnin innvortis en gat svo ekki skilað þeim af sér. Það varð honum að bana og í kjölfarið fluttu þremenningarnir lík hans austur á Neskaupstað og sökktu því þar í höfnina, eftir að hafa stungið göt á það og fest við það keðjur og bobbinga til að líkið sykki. 32 daga gæsluvarðhald, sem mennirnir þrír sátu í meðan rannsókn málsins fór fram, kemur til frádráttar dómnum. Í dómsorði segir að hinir ákærðu hafa ekki áður gerst sekir um refsilagabrot. Fíkniefnabrot þeirra eru talin beinast gegn mikilsverðum almennum hagsmunum. Dómurinn var þrískipaður og segja dómararnir að það hljóti að teljast einkar kaldrifjað af þeim Grétari, Jónasi og Thomasi, að eftir að Vaidasi Juceviciusi hefði snöggversnað í ferðinni út á Keflavíkurflugvöll, að þeir skuli ekki hafi brugðist við með því að aka honum rakleiðis á sjúkrahús því þeim hafi ekki geta dulist að honum var bráður lífsháski búinn. Þá álítur dómurinn að það hafi verið smánarlegt tiltæki hjá hinum ákærðu, vegna fjölskyldu og vina Juceviciusar, að láta lík hans hverfa sporlaust með því að sökkva því í höfnina í Neskaupstað. Loks hafi meðferð þeirra á líkinu verið hraksmánarleg. Grétari er auk þess gert að þola upptöku á riffli, lásboga, kylfu, sex fall- og fjaðurhnífum og kasthníf. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Jucevicius kom til Íslands í byrjun febrúar á þessu ári með fíkniefnin innvortis en gat svo ekki skilað þeim af sér. Það varð honum að bana og í kjölfarið fluttu þremenningarnir lík hans austur á Neskaupstað og sökktu því þar í höfnina, eftir að hafa stungið göt á það og fest við það keðjur og bobbinga til að líkið sykki. 32 daga gæsluvarðhald, sem mennirnir þrír sátu í meðan rannsókn málsins fór fram, kemur til frádráttar dómnum. Í dómsorði segir að hinir ákærðu hafa ekki áður gerst sekir um refsilagabrot. Fíkniefnabrot þeirra eru talin beinast gegn mikilsverðum almennum hagsmunum. Dómurinn var þrískipaður og segja dómararnir að það hljóti að teljast einkar kaldrifjað af þeim Grétari, Jónasi og Thomasi, að eftir að Vaidasi Juceviciusi hefði snöggversnað í ferðinni út á Keflavíkurflugvöll, að þeir skuli ekki hafi brugðist við með því að aka honum rakleiðis á sjúkrahús því þeim hafi ekki geta dulist að honum var bráður lífsháski búinn. Þá álítur dómurinn að það hafi verið smánarlegt tiltæki hjá hinum ákærðu, vegna fjölskyldu og vina Juceviciusar, að láta lík hans hverfa sporlaust með því að sökkva því í höfnina í Neskaupstað. Loks hafi meðferð þeirra á líkinu verið hraksmánarleg. Grétari er auk þess gert að þola upptöku á riffli, lásboga, kylfu, sex fall- og fjaðurhnífum og kasthníf.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira