17 prósenta kynbundinn launamunur 20. október 2004 00:01 Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira