17 prósenta kynbundinn launamunur 20. október 2004 00:01 Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira