ADSL notkun hrundi 29. september 2004 00:01 Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til." Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til."
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira