Bush varði stefnu sína í Írak 21. september 2004 00:01 George Bush Bandaríkjaforseti varði stefnu sína í Írak í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. John Kerry, mótframbjóðandi Bush í bandaríska forsetaembættið, nýtur dvínandi fylgis en í gær sneri hann vörn í harða gagnsókn og veðjaði á Írak sem besta kosningamálið. „Núna segir Bush okkur að hann myndi gera allt aftur á sama hátt,“ sagði Kerry. „Hvernig í ósköpunum getur honum verið alvara? Er hann virkilega að segja bandarísku þjóðinni að ef hann hefði vitað að engin ógn væri yfirvofandi, engin gereyðingarvopn og engin tengsl við al-Kaída, ættu Bandaríkin samt að ráðast inn í Írak? Svar mitt er þvert nei.“ Bush svaraði þessum pillum um hæl og benti á að Kerry hefði á sínum tíma stutt innrásina. En það er svo sem ekki bara á heimaslóðum sem Bush sætir gagnrýni fyrir Írak. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í síðustu viku að Íraksstríðið hefði verið ólögmætt og í setningaræðu sinni á Allsherjarþinginu í dag hjó hann í sömu knérunn og ítrekaði að þjóðir heims yrðu að fara að lögum. Bush var næstur á mælendaskrá og í ræðu sinni lagði hann áherslu á það stríð sem stæði á milli frjálsra lýðræðisþjóða annars vegar og hryðjuverkamanna hins vegar. Ekki væri hægt að loka augunum og láta ofbeldi og kúgun viðgangast. „Við getum búist við því að hryðjuverkaárásum fjölgi þegar nær dregur kosningum í Afganistan og Írak. Starfið fram undan er krefjandi. En þessir erfiðleikar draga ekki úr þeirri sannfæringu okkar að framtíð Afganistans og Íraks sé framtíð frelsis,“ sagði Bush á þinginu í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti varði stefnu sína í Írak í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. John Kerry, mótframbjóðandi Bush í bandaríska forsetaembættið, nýtur dvínandi fylgis en í gær sneri hann vörn í harða gagnsókn og veðjaði á Írak sem besta kosningamálið. „Núna segir Bush okkur að hann myndi gera allt aftur á sama hátt,“ sagði Kerry. „Hvernig í ósköpunum getur honum verið alvara? Er hann virkilega að segja bandarísku þjóðinni að ef hann hefði vitað að engin ógn væri yfirvofandi, engin gereyðingarvopn og engin tengsl við al-Kaída, ættu Bandaríkin samt að ráðast inn í Írak? Svar mitt er þvert nei.“ Bush svaraði þessum pillum um hæl og benti á að Kerry hefði á sínum tíma stutt innrásina. En það er svo sem ekki bara á heimaslóðum sem Bush sætir gagnrýni fyrir Írak. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í síðustu viku að Íraksstríðið hefði verið ólögmætt og í setningaræðu sinni á Allsherjarþinginu í dag hjó hann í sömu knérunn og ítrekaði að þjóðir heims yrðu að fara að lögum. Bush var næstur á mælendaskrá og í ræðu sinni lagði hann áherslu á það stríð sem stæði á milli frjálsra lýðræðisþjóða annars vegar og hryðjuverkamanna hins vegar. Ekki væri hægt að loka augunum og láta ofbeldi og kúgun viðgangast. „Við getum búist við því að hryðjuverkaárásum fjölgi þegar nær dregur kosningum í Afganistan og Írak. Starfið fram undan er krefjandi. En þessir erfiðleikar draga ekki úr þeirri sannfæringu okkar að framtíð Afganistans og Íraks sé framtíð frelsis,“ sagði Bush á þinginu í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Sjá meira