Þetta er ekki deila ríkisins 17. september 2004 00:01 Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga bága. Hún sé ekki eina fyrirstaða þess að erfiðlega gangi að semja við kennara. "Starfsfólk sveitarfélaganna er um 19 þúsund. Kennarar eru rúmlega fjögur þúsund. Þetta er því ekki bara spurning um hvort sveitarfélögin hafi efni á að koma til móts við þær kröfur sem kennarar fara fram á heldur verða sveitarfélög að standa ábyrg gagnvart öðrum starfsmönnum sínum," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga víða erfiða. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé gefið þegar ríkið telji sig geta lækkað skatta en sveitarfélögin safni skuldum og standi jafnvel frammi fyrir skattahækkunum. Það sé þó aðeins ein leið tveggja. Hin sé forgangsröðun verkefna sem ekki séu lögbundin, megi þar nefna menningarmál, íþróttamál og æskulýðsmál. "Ef ríkið telur sig eiga möguleika á að lækka skatta sín megin en sveitarfélögin segja; Við ráðum ekki við þau verkefni sem við höfum, þá er þetta spurning um millifærslu þar sem ríki og sveitarfélög eru sitt hvor hliðin á hinu opinbera," segir Gunnlaugur. Halldór Ásgrímsson segir hafa verið ljóst þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum á sínum tíma að meira fjármagn frá ríkinu kæmi ekki til greina. Greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna hafi ekki verið of lágar. Sveitarfélögum hafi verið veitt einum milljarði umfram þann kostnað sem ríkið hafi borið af grunnskólunum: "Sveitarfélögin verða að leysa kjaradeilu við kennurum á sínum vettvangi." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga bága. Hún sé ekki eina fyrirstaða þess að erfiðlega gangi að semja við kennara. "Starfsfólk sveitarfélaganna er um 19 þúsund. Kennarar eru rúmlega fjögur þúsund. Þetta er því ekki bara spurning um hvort sveitarfélögin hafi efni á að koma til móts við þær kröfur sem kennarar fara fram á heldur verða sveitarfélög að standa ábyrg gagnvart öðrum starfsmönnum sínum," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga víða erfiða. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé gefið þegar ríkið telji sig geta lækkað skatta en sveitarfélögin safni skuldum og standi jafnvel frammi fyrir skattahækkunum. Það sé þó aðeins ein leið tveggja. Hin sé forgangsröðun verkefna sem ekki séu lögbundin, megi þar nefna menningarmál, íþróttamál og æskulýðsmál. "Ef ríkið telur sig eiga möguleika á að lækka skatta sín megin en sveitarfélögin segja; Við ráðum ekki við þau verkefni sem við höfum, þá er þetta spurning um millifærslu þar sem ríki og sveitarfélög eru sitt hvor hliðin á hinu opinbera," segir Gunnlaugur. Halldór Ásgrímsson segir hafa verið ljóst þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum á sínum tíma að meira fjármagn frá ríkinu kæmi ekki til greina. Greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna hafi ekki verið of lágar. Sveitarfélögum hafi verið veitt einum milljarði umfram þann kostnað sem ríkið hafi borið af grunnskólunum: "Sveitarfélögin verða að leysa kjaradeilu við kennurum á sínum vettvangi."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira