Innlent

Dökk mynd í byggingar­iðnaði, um­svif RÚV og fækkun fjár

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.

Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma.

Fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði er minni en umræðan bendir oft til, að mati stjórnarformanns RÚV. Hann segir þó að draga mætti úr áfergju félagsins, sem keppi við einkarekna miðla á þeim markaði.

Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki.

Íslensku sauðkindinni hefur fækkað um hundrað þúsund á síðustu tíu árum. Formanni stjórnar sauðfjárbænda líst ekki á blikuna, og segir nauðsynlegt að fjölga kindum af miklum krafti.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×