Ríkið og almenningssamgöngur 16. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun