Viðskipti erlent

ECB uppfærir tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn (ECB) með Jean-Claude Trichet seðlabankastjóra í broddi fylkinga hefur uppfært tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu. Nú býst ECB við því að hagvöxturinn muni nema 0,1-1,5% á næsta ári en fyrri spá bankans gerði ráð fyrir að hagvöxturinn yrði neikvæður um 0,5-0,9%.

Viðskipti erlent

Saxo Bank í Danmörku eignast Etrade

Saxo Bank í Danmörku hefur tekið yfir rekstur netbankans/verðbréfamiðlunarinnar Etrade á Norðurlöndunum þar með talið á Íslandi. Í frétt á Jyllands Posten um málið segir að þar með aukist fjármagnsveltan hjá Saxo Bank um 5 milljarða danskra kr. eða tæplega 125 milljarða kr. Um 50.000 viðskiptareikningar bætast við hjá Saxo Bank.

Viðskipti erlent

Íslenskt bankahrun sameinar breska fasteignasjóði

Samningaviðræður milli tveggja stórra fasteignasjóða (building societies) í Bretlandi um sameiningu þeirra eru nú langt á veg komnar og allar líkur á að af þessu verði samkvæmt frétt á BBC. Sjóðirnir eru Yorkshire og Chelsea building societies og eiga það sammerkt að hafa tapað miklum fjárhæðum á íslenska bankahruninu á síðasta ári.

Viðskipti erlent

Demantaframleiðandi í fjárhagsvanda

Stjórn De Beers, stærsta framleiðanda demanta í heiminum, hefur ákveðið að fara í hlutafjáraukningu upp á einn milljarð dollara, eða 122 milljarða íslenskra króna. Hluthafar hafa þegar samþykkt þetta.

Viðskipti erlent

Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir

Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.

Viðskipti erlent

Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta

Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallað „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku.

Viðskipti erlent

Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans

Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.

Viðskipti erlent

Fall á mörkuðum í Dubai og Abu Dhabi

Hlutabréf í kauphöllunum í Dubai og Abu Dhabi féllu um ríflega 6 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun. Dýfan kemur í kjölfar þess að fasteignafélagið Nakheel í Dubai fór fram á að viðskipti með bréf félagsins verði stöðvuð. Kauphallirnar voru að opna í morgun í fyrsta sinn síðan ríkisfyrirtækið Dubai World sótti um greiðslustöðvun fyrir helgi.

Viðskipti erlent

Bjarga ekki Saab

Sænska ríkisstjórn hyggst ekki koma Saab bílaverksmiðjunum til aðstoðar með sérstökum björgunaraðgerðum. Fyrirtekið stendur afar illa og er nánast gjaldþrota. Fjármálaráðherrann segir ekki koma til greina að almennafé verði notað með þeim hætti.

Viðskipti erlent

Norskur silfurdalur sleginn á 25 milljónir

Sjaldgæft eintak af norskum silfurdal, svokölluðum Gimsöydal, var nýlega slegið á uppboði í Osló fyrir tæpar 1,2 milljónir norskra kr. eða um 25 milljónir kr. Gimsöydalir voru fyrstu silfurdalirnir sem slegnir voru í Noregi og er þessi frá árinu 1546.

Viðskipti erlent

Tíu villtustu verkefnin í Dubai

Fjármálamarkaðir um allan heim nötra nú af skelfingu yfir þróuninni í Dubai og hinir svartsýnustu telja að erfiðleikar þessa smáríkis séu upphafið að nýrri fjármálakreppu í heiminum. Bólan er sprungin í Dubai en þar hefur ekkert skort á brjálæðislegar byggingar og fasteignaverkefni á síðustu árum. Hér er listi yfir 10 villtustu verkefnin sem Jyllands Posten hefur tekið saman.

Viðskipti erlent

Kassinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks í Danmörku

Vegna þeirrar bylgju gjaldþrota sem dunið hefur yfir Danmörku á þessu ári sökum fjármálakreppunnar er kassinn orðinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks (Lönmodtagernes Garantifond) í landinu. Þarf sjóðurinn því á lánum að halda í fyrsta sinn síðan hann var stofnaður árið 1972.

Viðskipti erlent

Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út

Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda.

Viðskipti erlent

Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur

Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni.

Viðskipti erlent

E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors

Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut.

Viðskipti erlent