Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook 8. febrúar 2010 11:00 Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook.Í umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv segir að norska tryggingarfélagið Gjensidige hafi neitað að greiða út tryggingarbætur upp á 150 milljónir norskra kr. síðustu fjögur árin þar sem félagið taldi um tryggingarsvik að ræða. Svik sem komu í ljós á Facebook og álíka samskiptasíðum á netinu."Við finnum út meira og meira á þessum netsíðum. Fólk leggur æ fleiri upplýsingar um sjálft sig á netið, myndir og upplýsingar sem passa illa saman við þær upplýsingar sem þetta fólk hefur látið okkur í té," segir Vera Sönsthagen en hún rannsakar tryggingarsvik fyrir Gjensidige.Í greininni er tekið dæmi af manni sem krafðist bóta af Gjensidige vegna bílslys sem hann sagðist hafa lent í. Hann fékk engar greiðslur því hann hafði lagt inn myndir á Facebook síðu sína af sjálfum sér að kafa í Rauðahafinu. Myndirnar sem voru teknar á sama tíma og bílslysið átti að hafa gerst. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook.Í umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv segir að norska tryggingarfélagið Gjensidige hafi neitað að greiða út tryggingarbætur upp á 150 milljónir norskra kr. síðustu fjögur árin þar sem félagið taldi um tryggingarsvik að ræða. Svik sem komu í ljós á Facebook og álíka samskiptasíðum á netinu."Við finnum út meira og meira á þessum netsíðum. Fólk leggur æ fleiri upplýsingar um sjálft sig á netið, myndir og upplýsingar sem passa illa saman við þær upplýsingar sem þetta fólk hefur látið okkur í té," segir Vera Sönsthagen en hún rannsakar tryggingarsvik fyrir Gjensidige.Í greininni er tekið dæmi af manni sem krafðist bóta af Gjensidige vegna bílslys sem hann sagðist hafa lent í. Hann fékk engar greiðslur því hann hafði lagt inn myndir á Facebook síðu sína af sjálfum sér að kafa í Rauðahafinu. Myndirnar sem voru teknar á sama tíma og bílslysið átti að hafa gerst.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira