SAS öskrar á hjálp, tapaði 50 milljörðum í fyrra 9. febrúar 2010 08:30 „SAS öskrar á hjálp" er fyrirsögnin á einum af dönsku vefmiðlunum í morgun þar sem fjallað er um taprekstur SAS flugfélagsins á síðasta ári. Tapið nam 2,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 50 milljörðum kr.Hlutir í SAS hafa verið í frjálsu falli í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá opnun hennar í morgun og hafa misst 17% af verðgildi sínu hingað til. Er gengi hlutanna nú það lægsta í sögu félagsins.Rekstur SAS gekk þó snöggtum betur í fyrra en árið 2008 þegar tapið var rúmlega tvöfalt meira. SAS þarf á nýju fjármagni að halda eftir mikinn taprekstur síðustu tveggja ára. En ekki er eining um það meðal stjórnvalda Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær munu norsk stjórnvöld ekki hafa áhuga á að setja meira fé en orðið er í rekstur SAS.Í frétt um uppgjörið í Jyllands Posten segir að SAS þurfi enn og aftur að grípa til sparnaðaraðgerða og að þær muni einkum bitna á starfsfólki félagsins. Starfsfólk verður beðið um að taka á sig frekari launaskerðingar. Auk þess eru uppsagnir framundan en um 2.000 starfsmönnum SAS var sagt upp í fyrra.Samkvæmt fréttum í öðrum norrænum fjölmiðlum er rætt um að SAS þurfi um 5 milljarða norska kr. eða ríflega 100 milljarða kr. í frekari fjárhagsaðstoð frá eigendum sínum. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„SAS öskrar á hjálp" er fyrirsögnin á einum af dönsku vefmiðlunum í morgun þar sem fjallað er um taprekstur SAS flugfélagsins á síðasta ári. Tapið nam 2,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 50 milljörðum kr.Hlutir í SAS hafa verið í frjálsu falli í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá opnun hennar í morgun og hafa misst 17% af verðgildi sínu hingað til. Er gengi hlutanna nú það lægsta í sögu félagsins.Rekstur SAS gekk þó snöggtum betur í fyrra en árið 2008 þegar tapið var rúmlega tvöfalt meira. SAS þarf á nýju fjármagni að halda eftir mikinn taprekstur síðustu tveggja ára. En ekki er eining um það meðal stjórnvalda Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær munu norsk stjórnvöld ekki hafa áhuga á að setja meira fé en orðið er í rekstur SAS.Í frétt um uppgjörið í Jyllands Posten segir að SAS þurfi enn og aftur að grípa til sparnaðaraðgerða og að þær muni einkum bitna á starfsfólki félagsins. Starfsfólk verður beðið um að taka á sig frekari launaskerðingar. Auk þess eru uppsagnir framundan en um 2.000 starfsmönnum SAS var sagt upp í fyrra.Samkvæmt fréttum í öðrum norrænum fjölmiðlum er rætt um að SAS þurfi um 5 milljarða norska kr. eða ríflega 100 milljarða kr. í frekari fjárhagsaðstoð frá eigendum sínum.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira