Sport

Lauk árinu með fjöru­tíu stiga leik

Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Shai Gilgeous-Alexander lauk árinu með sannkallaðri flugeldasýningu þegar lið hans Oklahoma City Thunder mætti Minnesota Timberwolves.

Körfubolti

Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns

Jhon Durán hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun á hliðarlínunni eftir að hann var rekinn út af í leik Aston Villa gegn Newcastle. Durán er í þriggja leikja banni sem gæti orðið lengra.

Enski boltinn

Egill og Garima tennisfólk ársins

Jólabikarmeistaramótið, síðasta tennismót ársins, fór fram í gær. Emilía Eyva Thygesen og Egill Sigurðsson stóðu uppi sem sigurvegarar einliða í meistaraflokki. Sá síðarnefndi var einnig útnefndur tennismaður ársins á lokahófi Tennissambands Íslands. Garima N. Kalugade var tenniskona ársins.

Sport

FBI varar við þjófum sem herja á í­þrótta­fólk

FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember.

Sport

Á­frýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út

Dani Olmo mun að öllu óbreyttu missa leikheimild sína með Barcelona á morgun. Liðið áfrýjaði ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins en var hafnað af dómstólum á Spáni. Kjósi Olmo að ræða við önnur félög er honum frjálst að segja upp samningi sínum og gera það á morgun. 

Fótbolti

Rooney hættur að þjálfa Guð­laug Victor

Þjálfarinn Wayne Rooney og enska félagið Plymouth Argyle hafa ákveðið að slíta samstarfinu. Hann mun því ekki þjálfa landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson áfram, eins og hann hefur gert hjá tveimur mismunandi liðum undanfarin tvö ár. 

Enski boltinn

Littler létt eftir mikla pressu

Hinn 17 ára gamli Luke Littler þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir því að grípa síðasta farseðilinn inn í átta manna úrslitin á HM í pílukasti í kvöld.

Sport

Newcastle bætti við mar­tröð Man. Utd

Vandræði Manchester United héldu áfram í kvöld en liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Newcastle, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var þriðja tap Manchester United í röð í deildinni, og markatalan úr þeim leikjum er 7-0. Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli.

Enski boltinn

Gunn­laugur í úr­vals­lið Evrópu og bestur á­samt Huldu

Gunnlaugur Árni Sveinsson og Hulda Clara Gestsdóttir hafa verið útnefnd kylfingar ársins á Íslandi, í fyrsta sinn. Árið endar því heldur betur vel hjá þeim og sérstaklega hinum 19 ára Gunnlaugi sem nú hefur verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack Trophy mótið.

Golf

Rashford laus úr út­legð

Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum.

Enski boltinn