Sport Heimsmeistararnir töpuðu óvænt gegn Tékklandi Ríkjandi heimsmeistarar í kvennafótbolta, Spánn, töpuðu mjög svo óvænt gegn Tékklandi í dag. Þetta var fyrsta tap Spánverjanna og fyrsta sigur Tékkanna í undankeppni Evrópumótsins. Fótbolti 12.7.2024 20:50 „Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. Sport 12.7.2024 20:31 „Langþráð mark sem kom á frábærum tíma“ Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaðurinn öflugi, valdi aldeilis tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ingibjörg kom íslenska liðinu á bragðið í sögulegum sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn fleytti liðinu í lokaeppni EM sem haldið verður í Sviss árið 2025. Fótbolti 12.7.2024 20:26 „Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 12.7.2024 20:17 „Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. Sport 12.7.2024 20:05 „Hefðum klárlega getað skorað fleiri mörk“ Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eitt marka íslenska sem vann frækinn sigur gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna í Laugardalnum í kvöld. Alexandra er á leið með Íslandi á Evrópumótið en liðið er að fara þangað í fimmta skiptið í röð. Fótbolti 12.7.2024 20:03 Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. Fótbolti 12.7.2024 19:50 „Kvöld sem ég mun rifja upp með barnabörnunum“ Sandra María Jessen stóð sig af stakri prýði þegar Ísland gerði sér lítið fyrir og lagði Þýskaland að velli í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna á Laugardalsvellinum. Sandra María sagði íslenska liðið hafa haft fulla trú á verkefninu fyrir leikinn og það hafi sýnt sig þegar út í leikinn var komið. Fótbolti 12.7.2024 19:47 Blaðamannafundur Þorsteins: Erum ein af topp átta þjóðum í Evrópu Þorsteinn Halldórsson þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu kom sigurreifur á blaðamannafund eftir frækinn sigur Íslands á Þýskalandi 3-0. Sigurinn tryggir Íslandi farseðilinn á EM 2025 í Sviss sem eitt af átta þjóðum sem fara beint á mótið. Fótbolti 12.7.2024 19:30 Myndasyrpa úr sögulegum sigri Íslands gegn Þýskalandi Ísland vann hreint ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð, sem fer fram í Sviss á næsta ári. Fótbolti 12.7.2024 18:51 Tjá sig á Twitter um sigur Íslands: „Ein bestu úrslit í íslensku fótboltasögunni“ Ísland malaði Þýskaland 3-0 á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Netverjar leituðu á samfélagsmiðilinn Twitter, sem gengur nú undir nafninu X, til að tjá sig um leikinn. Fótbolti 12.7.2024 18:35 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Fótbolti 12.7.2024 18:22 Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. Fótbolti 12.7.2024 18:18 Austurríki með sigur sem skilar þeim engu öðru en ánægju Austurríki vann 3-1 gegn Póllandi í undankeppni Evrópumótsins. Þjóðirnar tvær eru með Íslandi og Þýskalandi í riðli en eiga hvorugar möguleika á að komast upp úr riðlinum. Fótbolti 12.7.2024 17:58 Sancho sættist við Ten Hag og er mættur aftur á æfingar Erik Ten Hag og Jadon Sancho grófu stríðsöxina og leikmaðurinn hefur snúið aftur til æfinga með Manchester United. Enski boltinn 12.7.2024 17:30 Met í miðasölu á Ólympíuleikum Ólympíuleikarnir í París hefjast seinna í þessum mánuði en það hefur þegar verið slegið met í miðasölu á keppnisgreinar þeirra. Sport 12.7.2024 17:01 Vilja halda Southgate sama hvernig úrslitaleikurinn fer Enska knattspyrnusambandið vill halda Gareth Southgate í starfi þjálfara karlalandsliðsins sama hvernig úrslitaleikur EM fer. Fótbolti 12.7.2024 16:16 Natasha í byrjunarliðinu en bæði Guðrún og Hlín á bekknum Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn á móti Þýskalandi í dag en leikurinn er sá næstsíðasti hjá íslenska liðinu í undankeppni EM 2025. Fótbolti 12.7.2024 15:01 Hafa aldrei skorað hjá Þjóðverjum á Laugardalsvellinum Íslenska kvennalandsliðið tekur í dag á móti Þýskalandi í undankeppni EM en leikurinn er spilaður á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 16.15. Þar hafa þær þýsku kunnað vel við sig í gegnum tíðina. Fótbolti 12.7.2024 14:01 Þurfa bíða lengi eftir því að fá Mbappé treyjuna sína Stuðningsmenn Real Madrid ætla margir að kaupa sér nýja Real Madrid treyju með nafni og númeri nýjustu stórstjörnu liðsins, franska framherjanum Kylian Mbappé. Fótbolti 12.7.2024 13:30 Segir við Rodri á hverjum degi að hann eigi að koma til Real Madrid Real Madrid leikmaðurinn Dani Carvajal gerir allt sem hann getur til að sannfæra Rodri um að yfirgefa Manchester City og koma til Real Madrid. Fótbolti 12.7.2024 13:01 Dauðvona Sven-Göran: „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“ Sven-Göran Eriksson, sem á ekki langt eftir ólifað, vonast til að sjá Englendinga vinna EM. Í bréfi sem birtist í the Telegraph hvetur hann Gareth Southgate og enska landsliðið til dáða í úrslitaleik Evrópumótsins. Fótbolti 12.7.2024 12:30 Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. Fótbolti 12.7.2024 11:47 UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Fótbolti 12.7.2024 11:10 Bellingham líklega á leið í aðgerð Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham gengur ekki alveg heill til skógar og hefur ekki gert það síðan í nóvember á síðasta ári. Fótbolti 12.7.2024 11:01 Sjáðu þáttinn um N1 mótið: „Hann er föðurbetrungur“ Tvö þúsund keppendur og tvö hundruð lið tóku þátt í N1 móti KA-manna á dögunum og fulltrúar þáttarins um Sumarmótin voru að sjálfsögðu á staðnum. Nú er hægt að horfa á allan þáttinn um mótið á Akureyri hér inn á Vísi. Fótbolti 12.7.2024 10:30 Williams-systur skutu föstum skotum að karlrembunni Butker Systurnar Serena og Venus Williams sendu NFL-leikmanninum Harrison Butker væna pillu á ESPY-verðlaunahátíðinni vestanhafs í gærkvöld. Butker lét umdeild ummæli falla um hlutverk kvenna fyrir skemmstu. Sport 12.7.2024 10:01 Faðir Yamal með aðra sýn á það þegar Messi baðaði soninn hans Mikið hefur verið rætt og skrifað um myndirnar af Lionel Messi að baða kornungan Lamine Yamal. Myndirnar komu óvænt fram á sama tíma og þessi sextán ára strákur var að slá í gegn á Evrópumótinu í Þýskalandi. Fótbolti 12.7.2024 09:30 Sjáðu ískaldan Guðmund Magnússon klára KR og bæði rauðu spjöldin Framarar unnu 1-0 sigur á KR á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 12.7.2024 09:01 Liverpool vill fá fund um stúkuslagsmál Darwin Núnez Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool vilja fá vita alla söguna á bak við það þegar framherji liðsins Darwin Núnez hoppaði upp í stúku og slóst við áhorfendur eftir tap Úrúgvæ í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. Enski boltinn 12.7.2024 08:30 « ‹ 151 152 153 154 155 156 157 158 159 … 334 ›
Heimsmeistararnir töpuðu óvænt gegn Tékklandi Ríkjandi heimsmeistarar í kvennafótbolta, Spánn, töpuðu mjög svo óvænt gegn Tékklandi í dag. Þetta var fyrsta tap Spánverjanna og fyrsta sigur Tékkanna í undankeppni Evrópumótsins. Fótbolti 12.7.2024 20:50
„Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. Sport 12.7.2024 20:31
„Langþráð mark sem kom á frábærum tíma“ Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaðurinn öflugi, valdi aldeilis tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ingibjörg kom íslenska liðinu á bragðið í sögulegum sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn fleytti liðinu í lokaeppni EM sem haldið verður í Sviss árið 2025. Fótbolti 12.7.2024 20:26
„Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 12.7.2024 20:17
„Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. Sport 12.7.2024 20:05
„Hefðum klárlega getað skorað fleiri mörk“ Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eitt marka íslenska sem vann frækinn sigur gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna í Laugardalnum í kvöld. Alexandra er á leið með Íslandi á Evrópumótið en liðið er að fara þangað í fimmta skiptið í röð. Fótbolti 12.7.2024 20:03
Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. Fótbolti 12.7.2024 19:50
„Kvöld sem ég mun rifja upp með barnabörnunum“ Sandra María Jessen stóð sig af stakri prýði þegar Ísland gerði sér lítið fyrir og lagði Þýskaland að velli í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna á Laugardalsvellinum. Sandra María sagði íslenska liðið hafa haft fulla trú á verkefninu fyrir leikinn og það hafi sýnt sig þegar út í leikinn var komið. Fótbolti 12.7.2024 19:47
Blaðamannafundur Þorsteins: Erum ein af topp átta þjóðum í Evrópu Þorsteinn Halldórsson þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu kom sigurreifur á blaðamannafund eftir frækinn sigur Íslands á Þýskalandi 3-0. Sigurinn tryggir Íslandi farseðilinn á EM 2025 í Sviss sem eitt af átta þjóðum sem fara beint á mótið. Fótbolti 12.7.2024 19:30
Myndasyrpa úr sögulegum sigri Íslands gegn Þýskalandi Ísland vann hreint ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð, sem fer fram í Sviss á næsta ári. Fótbolti 12.7.2024 18:51
Tjá sig á Twitter um sigur Íslands: „Ein bestu úrslit í íslensku fótboltasögunni“ Ísland malaði Þýskaland 3-0 á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Netverjar leituðu á samfélagsmiðilinn Twitter, sem gengur nú undir nafninu X, til að tjá sig um leikinn. Fótbolti 12.7.2024 18:35
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Fótbolti 12.7.2024 18:22
Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. Fótbolti 12.7.2024 18:18
Austurríki með sigur sem skilar þeim engu öðru en ánægju Austurríki vann 3-1 gegn Póllandi í undankeppni Evrópumótsins. Þjóðirnar tvær eru með Íslandi og Þýskalandi í riðli en eiga hvorugar möguleika á að komast upp úr riðlinum. Fótbolti 12.7.2024 17:58
Sancho sættist við Ten Hag og er mættur aftur á æfingar Erik Ten Hag og Jadon Sancho grófu stríðsöxina og leikmaðurinn hefur snúið aftur til æfinga með Manchester United. Enski boltinn 12.7.2024 17:30
Met í miðasölu á Ólympíuleikum Ólympíuleikarnir í París hefjast seinna í þessum mánuði en það hefur þegar verið slegið met í miðasölu á keppnisgreinar þeirra. Sport 12.7.2024 17:01
Vilja halda Southgate sama hvernig úrslitaleikurinn fer Enska knattspyrnusambandið vill halda Gareth Southgate í starfi þjálfara karlalandsliðsins sama hvernig úrslitaleikur EM fer. Fótbolti 12.7.2024 16:16
Natasha í byrjunarliðinu en bæði Guðrún og Hlín á bekknum Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn á móti Þýskalandi í dag en leikurinn er sá næstsíðasti hjá íslenska liðinu í undankeppni EM 2025. Fótbolti 12.7.2024 15:01
Hafa aldrei skorað hjá Þjóðverjum á Laugardalsvellinum Íslenska kvennalandsliðið tekur í dag á móti Þýskalandi í undankeppni EM en leikurinn er spilaður á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 16.15. Þar hafa þær þýsku kunnað vel við sig í gegnum tíðina. Fótbolti 12.7.2024 14:01
Þurfa bíða lengi eftir því að fá Mbappé treyjuna sína Stuðningsmenn Real Madrid ætla margir að kaupa sér nýja Real Madrid treyju með nafni og númeri nýjustu stórstjörnu liðsins, franska framherjanum Kylian Mbappé. Fótbolti 12.7.2024 13:30
Segir við Rodri á hverjum degi að hann eigi að koma til Real Madrid Real Madrid leikmaðurinn Dani Carvajal gerir allt sem hann getur til að sannfæra Rodri um að yfirgefa Manchester City og koma til Real Madrid. Fótbolti 12.7.2024 13:01
Dauðvona Sven-Göran: „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“ Sven-Göran Eriksson, sem á ekki langt eftir ólifað, vonast til að sjá Englendinga vinna EM. Í bréfi sem birtist í the Telegraph hvetur hann Gareth Southgate og enska landsliðið til dáða í úrslitaleik Evrópumótsins. Fótbolti 12.7.2024 12:30
Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. Fótbolti 12.7.2024 11:47
UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Fótbolti 12.7.2024 11:10
Bellingham líklega á leið í aðgerð Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham gengur ekki alveg heill til skógar og hefur ekki gert það síðan í nóvember á síðasta ári. Fótbolti 12.7.2024 11:01
Sjáðu þáttinn um N1 mótið: „Hann er föðurbetrungur“ Tvö þúsund keppendur og tvö hundruð lið tóku þátt í N1 móti KA-manna á dögunum og fulltrúar þáttarins um Sumarmótin voru að sjálfsögðu á staðnum. Nú er hægt að horfa á allan þáttinn um mótið á Akureyri hér inn á Vísi. Fótbolti 12.7.2024 10:30
Williams-systur skutu föstum skotum að karlrembunni Butker Systurnar Serena og Venus Williams sendu NFL-leikmanninum Harrison Butker væna pillu á ESPY-verðlaunahátíðinni vestanhafs í gærkvöld. Butker lét umdeild ummæli falla um hlutverk kvenna fyrir skemmstu. Sport 12.7.2024 10:01
Faðir Yamal með aðra sýn á það þegar Messi baðaði soninn hans Mikið hefur verið rætt og skrifað um myndirnar af Lionel Messi að baða kornungan Lamine Yamal. Myndirnar komu óvænt fram á sama tíma og þessi sextán ára strákur var að slá í gegn á Evrópumótinu í Þýskalandi. Fótbolti 12.7.2024 09:30
Sjáðu ískaldan Guðmund Magnússon klára KR og bæði rauðu spjöldin Framarar unnu 1-0 sigur á KR á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 12.7.2024 09:01
Liverpool vill fá fund um stúkuslagsmál Darwin Núnez Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool vilja fá vita alla söguna á bak við það þegar framherji liðsins Darwin Núnez hoppaði upp í stúku og slóst við áhorfendur eftir tap Úrúgvæ í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. Enski boltinn 12.7.2024 08:30