Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2025 10:01 Svona líta fyrstu einvígin út á þriðja kvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Bein útsending er á Sýn Sport Ísland klukkan 20 á laugardagskvöld. Sýn Sport Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Davíð Svansson byrjaði að keppa í pílukasti fyrr á þessu ári og hefur bætt sig afar hratt og vel. Hann keppir í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld, á þriðja undankvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. „Ég var bara pöbbaspilari en ég keypti mér píluspjald í janúar 2024, eftir að hafa verið að horfa á heimsmeistaramótið í Ally Pally. Svo var maður bara að kasta aðeins inn á milli þangað til að konan mín sendi mig á mót á Snooker og Pool,“ segir Davíð. Það var í mars á þessu ári, fyrir aðeins átta mánuðum síðan, og þá var ekki aftur snúið. Davíð Svansson var afar líflegur og öflugur markvörður í handbolta. Hann gat beitt öðrum brögðum þar en í pílukastinu til að losa spennu.vísir/anton brink „Ég bara sló til og hef eiginlega ekki sleppt pílunum síðan þá. Þetta var bara skemmtilegt og ég líki þessu við golfbakteríuna. Ég fékk pílubakteríuna og á bara erfitt með að hætta,“ segir Davíð, ánægður með hvatninguna frá sinni heittelskuðu: „Já, allan daginn. Hún sagði mér að kaupa mér pílur í afmælisgjöf í október 2024, og tíu mínútum eftir það náði ég í fyrsta sinn 180. Svo fór ég á þetta fyrsta mót og hef tekið þátt í flestum mótum sem ég get tekið þátt í síðan. Þetta er búið að taka svolítið yfir.“ Ekki lengur hægt að öskra og lemja liðsfélagana Og nú er Davíð að fara að kasta pílum í beinni sjónvarpsútsendingu í fyrsta sinn. Hann er hins vegar þaulvanur því að keppa í beinni en þá sem markvörður í handbolta. Hjálpar sú reynsla? „Pílan snýst um svo rosalega mikla nákvæmni. Í handboltanum gat maður alltaf gírað sig upp, lamið aðeins í liðsfélagana og öskrað, og losað aðeins um spennuna. Í pílunni stendur maður einn, heldur á einhverjum litlum nagla og hendir honum í pínulítið spjald. Þetta er allt öðruvísi og maður þarf að nota aðrar leiðir til að losa sig við stress. Ég hef náttúrulega ekkert verið að keppa í svona stórum mótum. En ég fékk nú þann heiður að spila með PFR í Íslandsmóti félagsliða [í sumar] og við urðum svo Íslandsmeistarar. Það var mjög góð tilraun í að spila í alvöru stressi en þetta verður forvitnilegt á laugadaginn. Maður kannast svo sem við að spila fyrir framan fólk og fer þetta bara á stemningunni.“ Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. Pílukast Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir vegna lestarkaós í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Sjá meira
Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. „Ég var bara pöbbaspilari en ég keypti mér píluspjald í janúar 2024, eftir að hafa verið að horfa á heimsmeistaramótið í Ally Pally. Svo var maður bara að kasta aðeins inn á milli þangað til að konan mín sendi mig á mót á Snooker og Pool,“ segir Davíð. Það var í mars á þessu ári, fyrir aðeins átta mánuðum síðan, og þá var ekki aftur snúið. Davíð Svansson var afar líflegur og öflugur markvörður í handbolta. Hann gat beitt öðrum brögðum þar en í pílukastinu til að losa spennu.vísir/anton brink „Ég bara sló til og hef eiginlega ekki sleppt pílunum síðan þá. Þetta var bara skemmtilegt og ég líki þessu við golfbakteríuna. Ég fékk pílubakteríuna og á bara erfitt með að hætta,“ segir Davíð, ánægður með hvatninguna frá sinni heittelskuðu: „Já, allan daginn. Hún sagði mér að kaupa mér pílur í afmælisgjöf í október 2024, og tíu mínútum eftir það náði ég í fyrsta sinn 180. Svo fór ég á þetta fyrsta mót og hef tekið þátt í flestum mótum sem ég get tekið þátt í síðan. Þetta er búið að taka svolítið yfir.“ Ekki lengur hægt að öskra og lemja liðsfélagana Og nú er Davíð að fara að kasta pílum í beinni sjónvarpsútsendingu í fyrsta sinn. Hann er hins vegar þaulvanur því að keppa í beinni en þá sem markvörður í handbolta. Hjálpar sú reynsla? „Pílan snýst um svo rosalega mikla nákvæmni. Í handboltanum gat maður alltaf gírað sig upp, lamið aðeins í liðsfélagana og öskrað, og losað aðeins um spennuna. Í pílunni stendur maður einn, heldur á einhverjum litlum nagla og hendir honum í pínulítið spjald. Þetta er allt öðruvísi og maður þarf að nota aðrar leiðir til að losa sig við stress. Ég hef náttúrulega ekkert verið að keppa í svona stórum mótum. En ég fékk nú þann heiður að spila með PFR í Íslandsmóti félagsliða [í sumar] og við urðum svo Íslandsmeistarar. Það var mjög góð tilraun í að spila í alvöru stressi en þetta verður forvitnilegt á laugadaginn. Maður kannast svo sem við að spila fyrir framan fólk og fer þetta bara á stemningunni.“ Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20.
Pílukast Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir vegna lestarkaós í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Sjá meira