Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 08:31 Julia Simon fagnar hér sigri á heimsbikarmóti. Getty/Christian Manzoni/ Skíðaskotfimistjarnan Julia Simon hefur verið dæmd í sex mánaða bann af aganefnd franska skíðasambandsins, FFS, en bannið er það stutt að hún getur keppt á Ólympíuleikunum á næsta ári. Lykilatriði í því er að fimm af þessum sex mánuðum eru skilorðsbundnir. Simon var nýlega dæmd fyrir greiðslukortasvik og þjófnað. Hún sleppur með að afplána eins mánaðar bann og missir bara af upphafi heimsbikarsins, en mun geta tekið þátt í Ólympíuleikunum í Mílanó og Cortina d'Ampezzo á Ítalíu. ⚖️⛷️Suspendue 1 mois, Julia Simon participera aux J.O 2026 ! Elle manquera la première étape de coupe du monde, elle pourra donc décrocher sa place pour les Jeux Olympiques d'hiver qui débutent dans quelques mois.#LeMorningRMC pic.twitter.com/rh2ZYcKGif— RMC (@RMCInfo) November 7, 2025 Simon vann heimsbikartitilinn í samanlögðu árið 2023 og á tíu gullverðlaun frá heimsmeistaramótum. Hún var einnig sektuð um þrjátíu þúsund evrur (4,4 milljónir króna) af aganefnd FFS. Fyrir tveimur vikum var Simon dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu fimmtán þúsund evra sektar (um 2,2 milljónir íslenskra króna) fyrir þjófnað og svik gegn meðal annars liðsfélaga sínum, Justine Braisaz-Bouchet. Hún var dæmd fyrir að hafa ítrekað notað bankakort liðsfélaga síns í franska landsliðinu, Justine Braisaz-Bouchet, og annars starfsmanns franska liðsins til að kaupa vörur á netinu fyrir meira en tvö þúsund evrur. Dómurinn í dómstóli í Albertville féll stuttu eftir að Simon, mörgum að óvörum, lagði öll spil á borðið í réttarsalnum og játaði sakir samkvæmt ákæru. „Ég get ekki útskýrt það. Ég man ekki eftir að hafa gert þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði hin 29 ára gamla íþróttakona við yfirheyrslur í Albertville, eins og haft er eftir henni í héraðsblaðinu Le Dauphiné Libéré. Simon játaði þjófnaðinn við yfirheyrslurnar og bað fórnarlömbin afsökunar. Julia Simon a écopé d'une suspension de 6 mois -dont 5 avec sursis- par la Fédération française de ski. La biathlète manquera la première étape de la Coupe du monde 2025-2026, mais devrait bien pouvoir disputer les JO de Milan-Cortina en février prochain. https://t.co/0g9bwIJmam pic.twitter.com/hZHTqMYV6o— L'Équipe (@lequipe) November 6, 2025 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira
Lykilatriði í því er að fimm af þessum sex mánuðum eru skilorðsbundnir. Simon var nýlega dæmd fyrir greiðslukortasvik og þjófnað. Hún sleppur með að afplána eins mánaðar bann og missir bara af upphafi heimsbikarsins, en mun geta tekið þátt í Ólympíuleikunum í Mílanó og Cortina d'Ampezzo á Ítalíu. ⚖️⛷️Suspendue 1 mois, Julia Simon participera aux J.O 2026 ! Elle manquera la première étape de coupe du monde, elle pourra donc décrocher sa place pour les Jeux Olympiques d'hiver qui débutent dans quelques mois.#LeMorningRMC pic.twitter.com/rh2ZYcKGif— RMC (@RMCInfo) November 7, 2025 Simon vann heimsbikartitilinn í samanlögðu árið 2023 og á tíu gullverðlaun frá heimsmeistaramótum. Hún var einnig sektuð um þrjátíu þúsund evrur (4,4 milljónir króna) af aganefnd FFS. Fyrir tveimur vikum var Simon dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu fimmtán þúsund evra sektar (um 2,2 milljónir íslenskra króna) fyrir þjófnað og svik gegn meðal annars liðsfélaga sínum, Justine Braisaz-Bouchet. Hún var dæmd fyrir að hafa ítrekað notað bankakort liðsfélaga síns í franska landsliðinu, Justine Braisaz-Bouchet, og annars starfsmanns franska liðsins til að kaupa vörur á netinu fyrir meira en tvö þúsund evrur. Dómurinn í dómstóli í Albertville féll stuttu eftir að Simon, mörgum að óvörum, lagði öll spil á borðið í réttarsalnum og játaði sakir samkvæmt ákæru. „Ég get ekki útskýrt það. Ég man ekki eftir að hafa gert þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði hin 29 ára gamla íþróttakona við yfirheyrslur í Albertville, eins og haft er eftir henni í héraðsblaðinu Le Dauphiné Libéré. Simon játaði þjófnaðinn við yfirheyrslurnar og bað fórnarlömbin afsökunar. Julia Simon a écopé d'une suspension de 6 mois -dont 5 avec sursis- par la Fédération française de ski. La biathlète manquera la première étape de la Coupe du monde 2025-2026, mais devrait bien pouvoir disputer les JO de Milan-Cortina en février prochain. https://t.co/0g9bwIJmam pic.twitter.com/hZHTqMYV6o— L'Équipe (@lequipe) November 6, 2025
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira