Sport

„Bara heilt mara­þon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“

Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár.

Sport

„Skil­yrði fé­lagsins fyrir sölu hafa ekki verið upp­fyllt“

Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Enski boltinn

Stoltir af að kló­festa hæfi­leika­búnt frá Ís­landi

Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út.

Fótbolti

Eze fari til Spurs fyrir viku­lok

Fátt virðist geta komið í veg fyrir skipti enska fótboltamannsins Eberechi Eze frá Crystal Palace til Tottenham. Palace getur átt von á því að missa tvo lykilmenn fyrir gluggalok en félagið hefur gott sem ekkert styrkt sig í sumar.

Enski boltinn

KSÍ opið fyrir sjálf­krafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu

Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ.

Íslenski boltinn

Svona er hópur Ís­lands sem fer á EM

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur opinberað hvaða tólf leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Almar Orri Atlason dettur út úr hópnum, sem hafði fyrir daginn í dag verið skorinn niður í 13 leikmenn.

Körfubolti