Neytendur Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. Neytendur 12.9.2023 10:06 Áfengis- og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. Neytendur 12.9.2023 09:43 Ekki vöruð við þúsund króna gjaldi fyrir hraðbankaúttekt Þúsund króna úttektargjald er lagt á viðskiptavini bankanna þegar þeir taka út fjárhæðir á kreditkortum sínum. Viðskiptavinir eru ekki varaðir við fyrir fram og furðar viðskiptavinur Landsbankans sig á því. Landsbankinn segir að ómögulegt að birta nákvæman kostnað við úttektir með kreditkortum þar sem gjaldskrár banka séu misjafnar. Engin viðvörun er heldur gefin í hraðbönkum Íslandsbanka og Arion banka. Neytendur 12.9.2023 06:46 Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Neytendur 8.9.2023 10:54 Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Neytendur 2.9.2023 11:05 Innkalla Carbonara kjúklingapasta Álfasaga ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Carbonara kjúklingapasta. Ástæða innköllunar er röng innihaldslýsing og ómerktir ofnæmisvaldar, bæði egg og sellerí. Neytendur 1.9.2023 15:08 „Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. Neytendur 30.8.2023 12:13 Ýmislegt bendi til þess að bankar geti lækkað álagningu Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Neytendur 29.8.2023 17:29 Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. Neytendur 28.8.2023 15:27 Neytendastofa með rassíu í Skeifunni Neytendastofa hefur sektað verslanir 66°Norður, Hagkaups, Herralagersins og Kulda í Skeifunni vegna verðmerkinga, eða skorti þar á. Neytendur 24.8.2023 10:57 Segja neytendur blekkta með fagurgala um áhrif omega-3 fæðubótarefna Ný rannsókn bendir til þess að framleiðendur fæðubótarefna sem innihalda fiskiolíu séu ófeimnir við að markaðsetja hana sem góða fyrir hjarta- og æðakerfið, jafnvel þótt rannsóknir hafi sýnt fram á að áhrif þeirra séu lítil eða engin. Neytendur 24.8.2023 10:38 Undrandi á því að bankarnir meini viðskiptavinum Indó að nálgast gjaldeyri Samkvæmt nýjum reglum viðskiptabankanna þriggja þurfa viðskiptavinir nú að vera búnir að svara áreiðanleikakönnun og vera í viðskiptum við bankanna áður en þeir skipta gjaldeyri hjá bönkunum. Viðskiptavinir sem hafa fært sig annað, til að mynda til sparisjóðsins Indó hafa lent í vandræðum vegna þessa. Framkvæmdastjóri Indó segir vert að athugað sé hvort nýjar reglur samrýmist sátt bankanna við Samkeppniseftirlitið frá 2017. Neytendur 18.8.2023 06:45 Bjóða upp á þrjátíu ára gömul verð Domino‘s selur í dag átta tegundir af pizzum á sama verði og pizzurnar kostuðu fyrir þrjátíu árum. Ástæðan er sú að staðurinn opnaði hér á landi þann 16. ágúst 1993. Neytendur 16.8.2023 08:49 Þurfa ekki að fjarlægja mynd af roða á hálsi Heilbrigðisráðuneyti hefur fellt úr gildi ákvörðun Lyfjastofnunar sem gerði umboðsmanni lyfsins Septabene að fjarlægja mynd af roða í hálsi og ljósan borða á umbúðum lyfsins. Taldi ráðuneytið ákvörðunina ekki samræmast jafnræðisreglu þar sem fjöldi annarra lyfja væru áletruð með sambærilegum myndum. Neytendur 15.8.2023 11:35 Leitast við að gera Kjörbúðina að „góðum kosti“ fyrir landsbyggðina Stjórnendur Samkaupa, sem rekur Kjörbúðina og þrjár aðrar verslanakeðjur á Íslandi, segja útsöluverð á kattamat ekki hafa hækkað þrátt fyrir verðhækkanir frá birgjum. Þá séu nauðsynjavörur á verði sem er samkeppnishæft við aðrar verslanir. Neytendur 10.8.2023 11:43 Íbúar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verðlagi Kjörbúðarinnar Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu. Neytendur 9.8.2023 18:36 Örtröð og tómar hillur á rýmingarsölu Krónunnar Örtröð myndaðist í verslun Krónunnar á Granda í dag þar sem rýmingarsala fór fram. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist verslunarstjóri eiga von á því að allar hillur verði tómar í kvöld. Neytendur 7.8.2023 20:28 Hætti fljótt við umdeilt þjónustugjald Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 6.8.2023 07:48 Innkalla grænkerarétt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað vöru að nafni Shicken Butter Curry eftir að málmstykki fannst í pakkningu. Varan hefur verið seld í verslunum Krónunnar, Nettó, Hagkaupa og í Vegan búðinni. Neytendur 5.8.2023 13:45 Rukkar umdeilt þjónustugjald vegna „algjörlegra fáránlegra“ kvöld- og helgartaxta Þjónustugjald sem leggst ofan á verð á matseðli veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur vakið athygli og telur formaður Neytendasamtakanna fyrirkomulagið líklega brjóta í bága við lög. Eigandi staðarins segir gjaldið vera valkvætt og ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 4.8.2023 21:28 Aflýstu flugi að ástæðulausu og greiða skaðabætur Spænksa flugfélagið Vueling hefur verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna flugs sem var aflýst vegna veðurs. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að fluginu hafi verið aflýst að ástæðulausu. Neytendur 2.8.2023 16:20 Vegan borgarar Aktu taktu aftur orðnir vegan Vegan borgari Aktu taktu var um tíma ekki vegan eftir að staðnum barst vitlaus sending. Áhyggjufullur viðskiptavinur vakti athygli á málinu og voru vegan borgararnir teknir úr sölu. Framkvæmdastjóri Aktu taktu segir að búið sé að kippa málinu í lag. Neytendur 2.8.2023 13:17 Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með áformaða lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Samtökin segja það mikið hagsmunamál fyrir neytendur að greiðslumiðlun gangi snurðulaust fyrir sig og helst þannig að almenningur þurfi aldrei að huga að henni. Neytendur 1.8.2023 16:18 Vaxtalækkanir geti snúist upp í verðhækkanir Fasteignamarkaðurinn er nokkuð stöðugur þó vísitala íbúðaverðs rokki upp og niður milli mánaða. Þetta segir fasteignasali sem hefur mun meiri áhyggjur af því sem gerist þegar vextir taka að lækka, en hann segir ekki nóg byggt til að koma í veg fyrir miklar hækkanir þegar þar að kemur. Neytendur 29.7.2023 21:00 Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Neytendur 29.7.2023 12:10 Neytendastofa slær aftur á hendur Nýju vínbúðarinnar Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð. Neytendur 26.7.2023 14:35 Endurgreiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ísbílsins Ísbíllinn endurgreiðir 34 ístegundir sem seldar voru í Eyjafirði, Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu 8. til 10. júlí síðastliðinn. Vegna mistaka hjá Samskipum hálfþiðnaði ís á leið til Akureyrar. Eigandi Ísbílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mistök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endurgreiðslubeiðnunum. Neytendur 25.7.2023 15:54 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Neytendur 25.7.2023 15:32 „Þetta er 300 prósent hækkun“ Þriggja manna fjölskylda sem ætlaði sér að fara í sundlaugina í Húsafelli í dag hætti við vegna verðlags. Fjölskyldan segist hafa verið reglulegir gestir í lauginni undanfarin ár en segir núverandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi. Neytendur 23.7.2023 23:04 Minni bjórglös og buddan tæmist hraðar Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma. Neytendur 21.7.2023 14:15 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 24 ›
Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. Neytendur 12.9.2023 10:06
Áfengis- og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. Neytendur 12.9.2023 09:43
Ekki vöruð við þúsund króna gjaldi fyrir hraðbankaúttekt Þúsund króna úttektargjald er lagt á viðskiptavini bankanna þegar þeir taka út fjárhæðir á kreditkortum sínum. Viðskiptavinir eru ekki varaðir við fyrir fram og furðar viðskiptavinur Landsbankans sig á því. Landsbankinn segir að ómögulegt að birta nákvæman kostnað við úttektir með kreditkortum þar sem gjaldskrár banka séu misjafnar. Engin viðvörun er heldur gefin í hraðbönkum Íslandsbanka og Arion banka. Neytendur 12.9.2023 06:46
Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Neytendur 8.9.2023 10:54
Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Neytendur 2.9.2023 11:05
Innkalla Carbonara kjúklingapasta Álfasaga ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Carbonara kjúklingapasta. Ástæða innköllunar er röng innihaldslýsing og ómerktir ofnæmisvaldar, bæði egg og sellerí. Neytendur 1.9.2023 15:08
„Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. Neytendur 30.8.2023 12:13
Ýmislegt bendi til þess að bankar geti lækkað álagningu Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Neytendur 29.8.2023 17:29
Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. Neytendur 28.8.2023 15:27
Neytendastofa með rassíu í Skeifunni Neytendastofa hefur sektað verslanir 66°Norður, Hagkaups, Herralagersins og Kulda í Skeifunni vegna verðmerkinga, eða skorti þar á. Neytendur 24.8.2023 10:57
Segja neytendur blekkta með fagurgala um áhrif omega-3 fæðubótarefna Ný rannsókn bendir til þess að framleiðendur fæðubótarefna sem innihalda fiskiolíu séu ófeimnir við að markaðsetja hana sem góða fyrir hjarta- og æðakerfið, jafnvel þótt rannsóknir hafi sýnt fram á að áhrif þeirra séu lítil eða engin. Neytendur 24.8.2023 10:38
Undrandi á því að bankarnir meini viðskiptavinum Indó að nálgast gjaldeyri Samkvæmt nýjum reglum viðskiptabankanna þriggja þurfa viðskiptavinir nú að vera búnir að svara áreiðanleikakönnun og vera í viðskiptum við bankanna áður en þeir skipta gjaldeyri hjá bönkunum. Viðskiptavinir sem hafa fært sig annað, til að mynda til sparisjóðsins Indó hafa lent í vandræðum vegna þessa. Framkvæmdastjóri Indó segir vert að athugað sé hvort nýjar reglur samrýmist sátt bankanna við Samkeppniseftirlitið frá 2017. Neytendur 18.8.2023 06:45
Bjóða upp á þrjátíu ára gömul verð Domino‘s selur í dag átta tegundir af pizzum á sama verði og pizzurnar kostuðu fyrir þrjátíu árum. Ástæðan er sú að staðurinn opnaði hér á landi þann 16. ágúst 1993. Neytendur 16.8.2023 08:49
Þurfa ekki að fjarlægja mynd af roða á hálsi Heilbrigðisráðuneyti hefur fellt úr gildi ákvörðun Lyfjastofnunar sem gerði umboðsmanni lyfsins Septabene að fjarlægja mynd af roða í hálsi og ljósan borða á umbúðum lyfsins. Taldi ráðuneytið ákvörðunina ekki samræmast jafnræðisreglu þar sem fjöldi annarra lyfja væru áletruð með sambærilegum myndum. Neytendur 15.8.2023 11:35
Leitast við að gera Kjörbúðina að „góðum kosti“ fyrir landsbyggðina Stjórnendur Samkaupa, sem rekur Kjörbúðina og þrjár aðrar verslanakeðjur á Íslandi, segja útsöluverð á kattamat ekki hafa hækkað þrátt fyrir verðhækkanir frá birgjum. Þá séu nauðsynjavörur á verði sem er samkeppnishæft við aðrar verslanir. Neytendur 10.8.2023 11:43
Íbúar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verðlagi Kjörbúðarinnar Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu. Neytendur 9.8.2023 18:36
Örtröð og tómar hillur á rýmingarsölu Krónunnar Örtröð myndaðist í verslun Krónunnar á Granda í dag þar sem rýmingarsala fór fram. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist verslunarstjóri eiga von á því að allar hillur verði tómar í kvöld. Neytendur 7.8.2023 20:28
Hætti fljótt við umdeilt þjónustugjald Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 6.8.2023 07:48
Innkalla grænkerarétt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað vöru að nafni Shicken Butter Curry eftir að málmstykki fannst í pakkningu. Varan hefur verið seld í verslunum Krónunnar, Nettó, Hagkaupa og í Vegan búðinni. Neytendur 5.8.2023 13:45
Rukkar umdeilt þjónustugjald vegna „algjörlegra fáránlegra“ kvöld- og helgartaxta Þjónustugjald sem leggst ofan á verð á matseðli veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur vakið athygli og telur formaður Neytendasamtakanna fyrirkomulagið líklega brjóta í bága við lög. Eigandi staðarins segir gjaldið vera valkvætt og ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 4.8.2023 21:28
Aflýstu flugi að ástæðulausu og greiða skaðabætur Spænksa flugfélagið Vueling hefur verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna flugs sem var aflýst vegna veðurs. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að fluginu hafi verið aflýst að ástæðulausu. Neytendur 2.8.2023 16:20
Vegan borgarar Aktu taktu aftur orðnir vegan Vegan borgari Aktu taktu var um tíma ekki vegan eftir að staðnum barst vitlaus sending. Áhyggjufullur viðskiptavinur vakti athygli á málinu og voru vegan borgararnir teknir úr sölu. Framkvæmdastjóri Aktu taktu segir að búið sé að kippa málinu í lag. Neytendur 2.8.2023 13:17
Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með áformaða lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Samtökin segja það mikið hagsmunamál fyrir neytendur að greiðslumiðlun gangi snurðulaust fyrir sig og helst þannig að almenningur þurfi aldrei að huga að henni. Neytendur 1.8.2023 16:18
Vaxtalækkanir geti snúist upp í verðhækkanir Fasteignamarkaðurinn er nokkuð stöðugur þó vísitala íbúðaverðs rokki upp og niður milli mánaða. Þetta segir fasteignasali sem hefur mun meiri áhyggjur af því sem gerist þegar vextir taka að lækka, en hann segir ekki nóg byggt til að koma í veg fyrir miklar hækkanir þegar þar að kemur. Neytendur 29.7.2023 21:00
Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Neytendur 29.7.2023 12:10
Neytendastofa slær aftur á hendur Nýju vínbúðarinnar Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð. Neytendur 26.7.2023 14:35
Endurgreiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ísbílsins Ísbíllinn endurgreiðir 34 ístegundir sem seldar voru í Eyjafirði, Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu 8. til 10. júlí síðastliðinn. Vegna mistaka hjá Samskipum hálfþiðnaði ís á leið til Akureyrar. Eigandi Ísbílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mistök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endurgreiðslubeiðnunum. Neytendur 25.7.2023 15:54
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Neytendur 25.7.2023 15:32
„Þetta er 300 prósent hækkun“ Þriggja manna fjölskylda sem ætlaði sér að fara í sundlaugina í Húsafelli í dag hætti við vegna verðlags. Fjölskyldan segist hafa verið reglulegir gestir í lauginni undanfarin ár en segir núverandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi. Neytendur 23.7.2023 23:04
Minni bjórglös og buddan tæmist hraðar Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma. Neytendur 21.7.2023 14:15