Neytendur

Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum í nýju fjár­laga­frum­varpi. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl.

Neytendur

Ekki vöruð við þúsund króna gjaldi fyrir hrað­banka­út­tekt

Þúsund króna út­tektar­gjald er lagt á við­skipta­vini bankanna þegar þeir taka út fjár­hæðir á kredit­kortum sínum. Við­skipta­vinir eru ekki varaðir við fyrir fram og furðar við­skipta­vinur Lands­bankans sig á því. Lands­bankinn segir að ó­mögu­legt að birta ná­kvæman kostnað við út­tektir með kredit­kortum þar sem gjald­skrár banka séu mis­jafnar. Engin við­vörun er heldur gefin í hrað­bönkum Ís­lands­banka og Arion banka.

Neytendur

Fá sekt vegna full­yrðinga um CBD-olíuna Sprota

Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum.

Neytendur

Stjórn­endur farið langt yfir strikið

Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 

Neytendur

Innkalla Carbonara kjúklingapasta

Álfasaga ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Carbonara kjúklingapasta. Ástæða innköllunar er röng innihaldslýsing og ómerktir ofnæmisvaldar, bæði egg og sellerí.

Neytendur

Undrandi á því að bankarnir meini við­skipta­vinum Indó að nálgast gjald­eyri

Sam­kvæmt nýjum reglum við­skipta­bankanna þriggja þurfa við­skipta­vinir nú að vera búnir að svara á­reiðan­leika­könnun og vera í við­skiptum við bankanna áður en þeir skipta gjald­eyri hjá bönkunum. Við­skipta­vinir sem hafa fært sig annað, til að mynda til spari­sjóðsins Indó hafa lent í vand­ræðum vegna þessa. Fram­kvæmda­stjóri Indó segir vert að at­hugað sé hvort nýjar reglur sam­rýmist sátt bankanna við Sam­keppnis­eftir­litið frá 2017.

Neytendur

Þurfa ekki að fjarlægja mynd af roða á hálsi

Heilbrigðisráðuneyti hefur fellt úr gildi ákvörðun Lyfjastofnunar sem gerði umboðsmanni lyfsins Septabene að fjarlægja mynd af roða í hálsi og ljósan borða á umbúðum lyfsins. Taldi ráðuneytið ákvörðunina ekki samræmast jafnræðisreglu þar sem fjöldi annarra lyfja væru áletruð með sambærilegum myndum. 

Neytendur

Í­búar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verð­lagi Kjör­búðarinnar

Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu.

Neytendur

Hætti fljótt við um­deilt þjónustu­gjald

Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi.

Neytendur

Innkalla grænkerarétt

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað vöru að nafni Shicken Butter Curry eftir að málmstykki fannst í pakkningu. Varan hefur verið seld í verslunum Krónunnar, Nettó, Hagkaupa og í Vegan búðinni. 

Neytendur

Vegan borgarar Aktu taktu aftur orðnir vegan

Vegan borgari Aktu taktu var um tíma ekki vegan eftir að staðnum barst vitlaus sending. Áhyggjufullur viðskiptavinur vakti athygli á málinu og voru vegan borgararnir teknir úr sölu. Framkvæmdastjóri Aktu taktu segir að búið sé að kippa málinu í lag.

Neytendur

Greiðslu­miðlun kosti Ís­lendinga þrisvar sinnum meira en Dani

Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með áformaða lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Samtökin segja það mikið hagsmunamál fyrir neytendur að greiðslumiðlun gangi snurðulaust fyrir sig og helst þannig að almenningur þurfi aldrei að huga að henni.

Neytendur

Vaxtalækkanir geti snúist upp í verðhækkanir

Fasteignamarkaðurinn er nokkuð stöðugur þó vísitala íbúðaverðs rokki upp og niður milli mánaða. Þetta segir fasteignasali sem hefur mun meiri áhyggjur af því sem gerist þegar vextir taka að lækka, en hann segir ekki nóg byggt til að koma í veg fyrir miklar hækkanir þegar þar að kemur. 

Neytendur

Neyt­enda­stofa slær aftur á hendur Nýju vín­búðarinnar

Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð.

Neytendur

Endur­greiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ís­bílsins

Ís­bíllinn endur­greiðir 34 ís­tegundir sem seldar voru í Eyja­firði, Skaga­firði og Austur-Húna­vatns­sýslu 8. til 10. júlí síðast­liðinn. Vegna mis­taka hjá Sam­skipum hálf­þ­iðnaði ís á leið til Akur­eyrar. Eig­andi Ís­bílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mis­tök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endur­greiðslu­beiðnunum.

Neytendur

„Þetta er 300 prósent hækkun“

Þriggja manna fjöl­skylda sem ætlaði sér að fara í sund­laugina í Húsa­felli í dag hætti við vegna verð­lags. Fjöl­skyldan segist hafa verið reglu­legir gestir í lauginni undan­farin ár en segir nú­verandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi.

Neytendur

Minni bjór­glös og buddan tæmist hraðar

Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma.

Neytendur