Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 10:01 Reglur gilda um áfasta tappa á drykkjarvörum innan Evrópu. Getty Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar. Um er að ræða frumvarp um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem falla undir málefnasvið Jóhanns Páls Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á aðeins við um umbúðir undir þrjá lítra eða minna Við lögin bætist ný málsgrein samkvæmt frumvarpinu þar sem kveðið er á um að tilteknar einnota plastvörur sem eru með tappa eða lok úr plasti verði einungis heimilt að setja á markað á Íslandi ef tappar og lok eru áfram föst við vörurnar á meðan fyrirhuguð notkun þeirra stendur yfir. Undir lögin falli „drykkjarílát að rúmmáli allt að þremur lítrum sem eru notuð undir vökva, þ.m.t. tappar þeirra og lok, svo sem flöskur fyrir drykkjarvörur og samsettar umbúðir fyrir drykkjarvörur. Ákvæði þetta tekur ekki til bolla og glasa fyrir drykkjarvörur, drykkjaríláta úr gleri eða málmi sem eru með tappa eða lok úr plasti, drykkjaríláta sem eru ætluð fyrir og notuð undir matvæli sem eru í vökvaformi og notuð í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi eða til tappa eða loka úr málmi sem eru með innsigli úr plasti,“ líkt og það er orðað í frumvarpinu. Ákvæðinu er ætlað að vera tæmandi listi yfir það hvaða tegundir af vörum falla undir reglurnar og er áréttað í frumvarpinu að ekki sé lagt til að ákvæðið verði útfært nánar með reglugerð. „Breytingin mun leiða til þess að tappar og lok á algengum neysluvörum á íslenskum markaði þurfa að vera áföst vörunum á meðan eðlilegri notkun þeirra stendur. Þetta á að koma í veg fyrir að lausir tappar og lok verði viðskila við vörurnar og geti endað úti í umhverfinu,“ segir ennfremur um efni frumvarpsins. Umhverfissjónarmið liggja að baki en markmið laganna er að draga úr magni plasts sem losnar út í umhverfið og áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks. Frá 2023 hafa íslenskir neytendur fengið að kynnast áföstum töppum og sitt sýnist hverjum. Þannig var málið tekið fyrir í áramótaskaupi Rúv þar sem grínast var með þann vandræðagang sem neytendur geta lent í með tappana áföstu. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona fór með hlutverk konu í Áramótaskaupinu sem lenti í stökustu vandræðum með að opna vatnsflösku.skjáskot/Rúv Líkt og áður segir felur breytingin í sér innleiðingu í gegnum EES-samninginn á ákvæði Evróputilskipunar frá 2019. Nái breytingin fram að ganga verður hún til þess að krafa um áfasta tappa og lok verður sú sama hér á landi og í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða „hreint innleiðingarfrumvarp sem felur einungis í sér þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að innleiða þær lágmarkskröfur sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr.“ líkt og áréttað er í frumvarpinu. Umhverfismál Alþingi Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Um er að ræða frumvarp um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem falla undir málefnasvið Jóhanns Páls Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á aðeins við um umbúðir undir þrjá lítra eða minna Við lögin bætist ný málsgrein samkvæmt frumvarpinu þar sem kveðið er á um að tilteknar einnota plastvörur sem eru með tappa eða lok úr plasti verði einungis heimilt að setja á markað á Íslandi ef tappar og lok eru áfram föst við vörurnar á meðan fyrirhuguð notkun þeirra stendur yfir. Undir lögin falli „drykkjarílát að rúmmáli allt að þremur lítrum sem eru notuð undir vökva, þ.m.t. tappar þeirra og lok, svo sem flöskur fyrir drykkjarvörur og samsettar umbúðir fyrir drykkjarvörur. Ákvæði þetta tekur ekki til bolla og glasa fyrir drykkjarvörur, drykkjaríláta úr gleri eða málmi sem eru með tappa eða lok úr plasti, drykkjaríláta sem eru ætluð fyrir og notuð undir matvæli sem eru í vökvaformi og notuð í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi eða til tappa eða loka úr málmi sem eru með innsigli úr plasti,“ líkt og það er orðað í frumvarpinu. Ákvæðinu er ætlað að vera tæmandi listi yfir það hvaða tegundir af vörum falla undir reglurnar og er áréttað í frumvarpinu að ekki sé lagt til að ákvæðið verði útfært nánar með reglugerð. „Breytingin mun leiða til þess að tappar og lok á algengum neysluvörum á íslenskum markaði þurfa að vera áföst vörunum á meðan eðlilegri notkun þeirra stendur. Þetta á að koma í veg fyrir að lausir tappar og lok verði viðskila við vörurnar og geti endað úti í umhverfinu,“ segir ennfremur um efni frumvarpsins. Umhverfissjónarmið liggja að baki en markmið laganna er að draga úr magni plasts sem losnar út í umhverfið og áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks. Frá 2023 hafa íslenskir neytendur fengið að kynnast áföstum töppum og sitt sýnist hverjum. Þannig var málið tekið fyrir í áramótaskaupi Rúv þar sem grínast var með þann vandræðagang sem neytendur geta lent í með tappana áföstu. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona fór með hlutverk konu í Áramótaskaupinu sem lenti í stökustu vandræðum með að opna vatnsflösku.skjáskot/Rúv Líkt og áður segir felur breytingin í sér innleiðingu í gegnum EES-samninginn á ákvæði Evróputilskipunar frá 2019. Nái breytingin fram að ganga verður hún til þess að krafa um áfasta tappa og lok verður sú sama hér á landi og í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða „hreint innleiðingarfrumvarp sem felur einungis í sér þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að innleiða þær lágmarkskröfur sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr.“ líkt og áréttað er í frumvarpinu.
Umhverfismál Alþingi Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira