Matvöruverð tekur stökk upp á við Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 09:42 Það kostar sitt að kaupa nammi. Vísir/Vilhelm Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði. Dagvöruvísitalan skoðar verðlagshækkun miðað við meðal vöruverð hvers mánaðar. Ef heilsudagar Nettó eru undanskildir nemur hækkunin frá í janúar um 0,62%. „Frá undirritun kjarasamninga í mars síðastliðnum hefur mánaðarhækkun í Krónunni nær undantekningarlaust verið minni en í Bónus. Í nýjustu tölum í febrúar er þessi mynd aðeins breytt. Sem stendur er mánaðarhækkun Krónunnar frá janúar meiri en í Bónus. Verðlag í Krónunni hefur hækkað um 0,64% frá janúar og um 0,58% í Bónus. Hækkun milli mánaða er að heilsudögum loknum er um 0,8% í Nettó,“ segir meðal annars í tilkynningu verðlagseftirlitsins. Hlutfall hækkana matvöruverðs var þó mun hærra í nóvember en verðhækkanir í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu samanborið við 8% í janúar sem er hærra hlutfall en hækkun var að jafnaði á fyrri helmingi síðasta árs. Hækkunin í nóvember í fyrra var hæta mánaðarhækkun á vísitölunni frá undirritun kjarasamninga í mars. Hækkanirnar nú eru því ekki á jafn breiðum grunni og nú. Þeir flokkar sem vega þyngst í hækkun vísitölunnar frá janúar eru tilbúnir réttir, sælgæti og fuglakjöt. Einn flokkur, ávextir, hefur áhrif til lækkunar. Í Krónunni er talsverð hækkun í flokknum ostar, og í Bónus í flokknum grænmeti ræktað vegna ávaxtar. Er hér miðað við nýjustu gögn, ekki meðalgögn febrúarmánaðar. Febrúarhækkanir má meðal annars rekja til 23% hækkunar á Arla Havarti osti í Krónunni en varan hafði áður lækkað jafnt og þétt í verði frá í ágúst. Sami ostur hækkaði ekki hjá Bónus. „Président Brie „sterkari“ var seldur á lækkuðu verði í Krónunni í janúar en er nú aftur á fyrra verði, 43% dýrari. Tómatar í lausu hækkuðu um 63% milli mánaða í Bónus. Í Krónunni er verðið á tómötum í lausu óbreytt frá jólum.“ Miklar verðhækkanir mælast einnig á Holta kjúklingi en vörur frá Holta eru meðal þeirra sem hækka mest frá janúar. Þannig hækkaði Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni um 5 til 14% í janúar. Ferskt kjúklingakjöt hækkar einnig í verði. Réttir frá 1944 hækka um það bil um 2% frá janúar, bæði hjá Krónunni og Bónus. Það gæti borgað sig að skipta út sælgæti fyrir ávexti fyrir þá sem vilja passa upp á budduna.Vísir/Vilhelm Sælgæti enn á uppleið en ávextir lækka Sælgæti er þá einn þeirra vöruflokka sem hækkar hvað mest í verði milli mánaða. „Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni. Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%,“ segir í tilkynningunni. „Þótt heilsutengdum útsölum sé flestum lokið má spara einhverjar krónur á því að skipta út sælgæti fyrir ávexti. Pink Lady epli í Bónus lækka um 17% og um 14% í Krónunni. Aðrir ávextir sem lækka í verði eru mangó (Krónan, 7%), Kiwi (Bónus, 10%), kiwi (Krónan, 11%) og rauð vínber (Bónus, 10%).“ Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Dagvöruvísitalan skoðar verðlagshækkun miðað við meðal vöruverð hvers mánaðar. Ef heilsudagar Nettó eru undanskildir nemur hækkunin frá í janúar um 0,62%. „Frá undirritun kjarasamninga í mars síðastliðnum hefur mánaðarhækkun í Krónunni nær undantekningarlaust verið minni en í Bónus. Í nýjustu tölum í febrúar er þessi mynd aðeins breytt. Sem stendur er mánaðarhækkun Krónunnar frá janúar meiri en í Bónus. Verðlag í Krónunni hefur hækkað um 0,64% frá janúar og um 0,58% í Bónus. Hækkun milli mánaða er að heilsudögum loknum er um 0,8% í Nettó,“ segir meðal annars í tilkynningu verðlagseftirlitsins. Hlutfall hækkana matvöruverðs var þó mun hærra í nóvember en verðhækkanir í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu samanborið við 8% í janúar sem er hærra hlutfall en hækkun var að jafnaði á fyrri helmingi síðasta árs. Hækkunin í nóvember í fyrra var hæta mánaðarhækkun á vísitölunni frá undirritun kjarasamninga í mars. Hækkanirnar nú eru því ekki á jafn breiðum grunni og nú. Þeir flokkar sem vega þyngst í hækkun vísitölunnar frá janúar eru tilbúnir réttir, sælgæti og fuglakjöt. Einn flokkur, ávextir, hefur áhrif til lækkunar. Í Krónunni er talsverð hækkun í flokknum ostar, og í Bónus í flokknum grænmeti ræktað vegna ávaxtar. Er hér miðað við nýjustu gögn, ekki meðalgögn febrúarmánaðar. Febrúarhækkanir má meðal annars rekja til 23% hækkunar á Arla Havarti osti í Krónunni en varan hafði áður lækkað jafnt og þétt í verði frá í ágúst. Sami ostur hækkaði ekki hjá Bónus. „Président Brie „sterkari“ var seldur á lækkuðu verði í Krónunni í janúar en er nú aftur á fyrra verði, 43% dýrari. Tómatar í lausu hækkuðu um 63% milli mánaða í Bónus. Í Krónunni er verðið á tómötum í lausu óbreytt frá jólum.“ Miklar verðhækkanir mælast einnig á Holta kjúklingi en vörur frá Holta eru meðal þeirra sem hækka mest frá janúar. Þannig hækkaði Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni um 5 til 14% í janúar. Ferskt kjúklingakjöt hækkar einnig í verði. Réttir frá 1944 hækka um það bil um 2% frá janúar, bæði hjá Krónunni og Bónus. Það gæti borgað sig að skipta út sælgæti fyrir ávexti fyrir þá sem vilja passa upp á budduna.Vísir/Vilhelm Sælgæti enn á uppleið en ávextir lækka Sælgæti er þá einn þeirra vöruflokka sem hækkar hvað mest í verði milli mánaða. „Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni. Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%,“ segir í tilkynningunni. „Þótt heilsutengdum útsölum sé flestum lokið má spara einhverjar krónur á því að skipta út sælgæti fyrir ávexti. Pink Lady epli í Bónus lækka um 17% og um 14% í Krónunni. Aðrir ávextir sem lækka í verði eru mangó (Krónan, 7%), Kiwi (Bónus, 10%), kiwi (Krónan, 11%) og rauð vínber (Bónus, 10%).“
Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent